Færsluflokkur: Bloggar
Hvað færðu í laun?
30.4.2008 | 19:12
Eins og flestir vita var skrifað undir nýja kjarasamninga kennara nú í vikunni. Kennarar sitja heima og rýna í samninginn og reikna út hver launahækkunin verður, máta sjálfan sig og aðra. Þetta reynist oft erfitt og en þeir hjá Austurglugganum hafa útbúið reiknivél sem er auðveld í notkun. Hún reiknar út nákvæmlega hve hækkunin verður og er byggð á forsendum nýs kjarasamnings. Gott að reikna nú út launin áður en haldið er af stað í kröfugöngu á morgun.Birt án ábyrgðar en hér er reiknivélin.
Lifið heil
Rósa reikni........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Of snemmt að fagna
28.4.2008 | 17:55
Gott að skrifað var undir án láta en ég held að of snemmt sé að fagna. Fréttaflutningur frá þessu er á þann veg að búið sé að samþykkja samninga. Ég á eftir að sjá að kennarar geri það. Verðbólguspáin er há og hvað erum við þá að fá út úr þessu? Síðan má ekki gleymi því að stór hluti kennarastéttarinnar er yfir fertugt og hvað er sá hópur að fá? Það er sá hópur sem vegur mest í atkvæðagreiðslu en ekki í launum að þessu sinni, frekar en svo oft áður. Þótt ég sé rúmlega fertug átti ég eftir að fá eina aldurtengda hækkun nú dettur hún út. Verið er að jafna laun ungra kennara, eflaust til að halda þeim inni og til að lokka nýja að en hver lætur lokkast af 210.000 króna mánaðarlaunum. Byrjendur í kennslu fá þau laun og hækka upp í 265.000 á samningstímanum. Þetta lokkar nú ekki marga, haldið þið það? Þess vegna skulum við ekki fagna og snemma og sjá hvað hvað kennarar segja. Ég hef tekið ákvörðun.
Lifið heil
Rósa, ekki rík í bráð
Laun grunnskólakennara hækka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Skrýtið nafn
25.4.2008 | 18:48
"Mamma mamma" sagði litli drengurinn þegar hann kom heim úr skólanum. "Það var nýr strákur að byrja í bekknum mínum í dag og hann heitir voða skrýtnu nafni sem ég hef aldrei heyrt áður". Mamman horfir spennt á drenginn og hann klárar "hann heitir Guðmundur"!!!
Ætli bekkjarlistinn eigi eftir að vera svona í framtíðinni:
Eggrún Bogey, Beinteinn Búri,
Oddfreyja Örbrún, Dufþakur Dreki
Dúfa Snót, Hildiglúmur Bambi
Ljótunn Hlökk, Fengur Fífill
Himinbjörg Hind, Gottsveinn Galdur
Randalín Þrá, Grankell Safír
Baldey Blíða, Kaktus Ylur
Bóthildur Brák, Þorgautur Þyrnir
Loftveig Vísa, Melkólmur Grani
Þúfa Þöll, Ljótur Ljósálfur
Þjóðbjörg Þula, Náttmörður Neisti
Stígheiður Stjarna, Hlöðmundur Hrappur
Skarpheiður Skuld, Hraunar Grani
Kormlöð Þrá, Ráðvarður Otur
Ægileif Hlökk, Reginbaldur Rómeó
Venus Vígdögg, Kópur Kristall
Hugljúf Ísmey, Þangbrandur Þjálfi
Ormheiður Pollý, Sigurlás Skefill
Geirlöð Gytta, Þjóðbjörn Skuggi
Þetta er allt nöfn sem mannanafnanefnd hefur samþykkt nýlega.
Góða helgi
Rósa Randalín
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Langt helgarfrí
20.4.2008 | 18:01
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Skólastjórar áhyggjufullir
15.4.2008 | 20:12
Áheyrnarfulltrúi Skólastjórafélags Reykjavíkur lagði fram svohljóðandi ályktun frá fundi Skólastjórafélags Reykjavíkur sem haldinn var 4. apríl sl.:
Fundarmenn á félagsfundi Skólastjórafélags Reykjavíkur, sem haldinn var föstudaginn 4. apríl á Grand Hótel, hvetja stjórnendur Reykjavíkurborgar,samninganefnd Kennarasambands Íslands og launanefnd sveitarfélaga til að virða þau tímamörk sem sett voru í upphafi viðræðna og ljúka kjarasamningum kennara og atkvæðagreiðslu um þá fyrir 1. maí. Dragist samningagerð á langinn er hætta á að kennarar hverfi úr starfi með þeim afleiðingum að grunnskólar í Reykjavík verði ekki fullmannaðir næsta haust.
Síðustu helgar hafa verið fjölmargar auglýsingar um kennarastöður í Reykjavík. Heyrst hefur að ekki hafa margir sýnt þeim áhuga. Kennara, bæði þeir sem eru í starfi og þeir sem hugsanlega ætla aftur í kennslu halda að sér höndum og bíða eftir því að heyra hvernig launaliðurinn í þessum viðræðum verður. Vonandi þurfum við ekki að bíða of lengi svo hægt sé að halda áfram með undirbúning fyrir næsta skólaár eða skila inn uppsagnarbréfi.
Lifið heil
Rósa raunamædda
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Af kjaraviðræðum
14.4.2008 | 20:25
Nýlega birtist í fjölmiðlun tilkynning frá samninganefnd KÍ að allt gengi vel. Viðræður hafa staðið yfir og allt í lukkunnar velstandi. Það er búið að ganga frá flestum þáttum og bara eftir að að ræða launaliðinn, eins og það sé eitthvað bara. Í febrúar fór ég á kynningarfund með Ólafi Loftssyni formanni Félags grunnskólakennara og þar kom skýrt fram að ekki ætti að hrófla við neinu í þessum samningum öðru en laununum. Hvað er það þá sem þeir hafa verið að ræða, gaman væri að vita. Kalli Björns sagði að allt hefði farið fram í mestu vinsemd. En gaman hjá þeim. Það verður örugglega ekki eins gaman þegar kemur að því að ræða laun en við bíðum spennt.
Lifið heil
Rósa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mammamamma
13.4.2008 | 16:35
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Af hverju kennari?
10.4.2008 | 22:36
Í gegnum tíðina hef ég oft fengið þessa spurningu: hvað varð til þess að þú ákvaðst að verða kennari? Mín saga er þessi. Það var algjör tilviljun. En svo er kannski ekkert algjör tilviljun eða hvað. Ég var ný orðin stúdent og vann í sjoppu, vissi ekkert hvað ég átti að gera, langaði til útlanda sem óper. Sótti um tvær barnapíustöður og var hafnað. Eitt laugardagskvöld í sjoppunni, þegar ekkert var að gera var ég að lesa sunnudagsmoggann, þá kemur fastakúnni inn og heyrir á mér að ég er að velta fyrir mér framtíðinni. Hann spyr mig hvort mér hafi ekki dottið í hug að fara út á land að kenna það væru svo margir sem gerðu það. Á mánudeginum byrja ég að hringja á nokkra staði og vita menn, ég gat valið úr kennarastörfum. Þá voru góð ráð dýr, hvert átti ég borgarbarnið að fara. Jú, ég vildi ekki fara á of lítinn stað, það yrði að vera bókasafn á staðnum og eitthvað um að vera. Þá varð Sauðárkrókur fyrir valinu, ég hringdi í Björn í neðra og hann réð mig. Þar var ég í eitt ár og samkennara mínir reyndu hvað þeir gátu að annað hvort halda mér á staðnum eða að forða mér frá því að gerast kennari. Það tókst í bili. Eftir árið fór ég suður, skrapp til Jamaica í 2 mánuði og fór svo að vinna í banka. Þegar ég hafði unnið eitt ár í bankanum þá fannst mér að ég þyrfti að mennta mig, þá stóð ég frammi fyrir erfiðu vali. Hvort ætti ég að fara í viðskiptafræðina sem ég ætlaði alltaf að fara í eða í Kennó. Ég valdi það Kennó því mér fannst kennslan skemmtilegasta vinna sem ég hafði unnið. Valdi ég vitlaust, því get ég ekki svarað. En ég held líka að þeir kennara sem ég hafði í grunnskóla hafi kannski haft áhrif á þetta val. Ég var frekar heppin með kennara. Fyrst skal nefna Valgerði Hrólfsdóttur, hún kenndi mér í 2. bekk, svo falleg og góð, síðan var það Hanna Kristín Stefánsdóttir. Hún var frumkvöðull og kennslan hennar var framsækin og fjölbreytt. Í unglingadeild var það Ingvar, hann var harður kall, sem lét okkur hlýða, gekk á höndum til að fanga athygli okkar, hélt uppi aga en umfram allt góður kennari, ég var dugleg í stærðfræði á þessum árum. Ég held að þessar fyrirmyndir hafi haft áhrif á val mitt þó ég gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en seinna.
Lifið heil
Rósa
Bloggar | Breytt 12.6.2008 kl. 14:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hvað eru mannsæmandi laun?
9.4.2008 | 17:48
Jæja þarna er það komið. Kennara vilja verulega kjarabætur í komandi samningum og er þetta ekki fjarri lagi. En þar sést líka hvað grunnskólakennara hafa dregist aftur úr og það er skömm af því miðað við það álag sem nú hvílir á herðum kennara. Aukin önnur störf, sum hver ansi illa skilgreind en verða að vinnast. Aukin samskipti við annað starfsfólk s.s þroskaþjálfa, stuðningsfulltrúa og fleiri sem koma að meðal bekkjardeild. Það þarf að breyta starfheitum eða fara að viðurkenna hve ábyrgð umsjónakennarans er mikil og borga í samræmi við það. Ég segði já við þessu boði. Veit samt að þetta er ekki boð. Þar sem þessi könnun er gerð fyrir kÍ hafa niðurstöður hennar eflaust ratað inn á þeirra borð og nú bíðum við spennt eftir fréttum þaðan.En hvernig stendur á því að við höfum dregist svona aftur úr?
Lifið heil
Rósa vongóða
Kennarar telja að laun eigi að hækka um 24-46% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Jákvæðar fréttir af skólamálum
8.4.2008 | 11:25
Það kemur stundum fyrir að fluttar eru jákvæðar fréttir af skólamálum í fjölmiðlum. Helst er það í lok fréttatíma sjónvarpsins, kannski svona tvisvar í mánuði. Of sjaldan. Í blöðunum er þetta einu sinni í viku ef vel gengur. Þetta þarf að laga. Vinkona mín, kennaramenntuð býr í Danmörku og tók strax eftir því þegar hún flutti út að þessu var öðruvísi farið þar. Það er mikið um jákvæðar fréttir á sjónvarpsstöðvunum og í blöðum frá skólastarfi. Ekki endilega þegar vorið er komið eða þegar einhver skólinn á afmæli heldur hvenær sem er. Þetta gefur fólki aðra sýn á skólann, byggir upp jákvætt viðhorf til skólamála og kennara. Þetta skiptir okkur öll máli því grunnmenntun í landinu er undirstaða undir farsæld og velmegun. Við þurfum að fá fjölmiðla í lið með okkur - því allir ættu að vera í sama liði og við - til að hefja skólastarfið til vegs og virðinga á ný. Hjálpumst að benda á og segja frá jákvæðum hlutum í skólastarfinu smátt og smátt hefur það áhrif til lengri tíma.
Lifið heil
Rósa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)