Hvað eru mannsæmandi laun?

Jæja þarna er það komið. Kennara vilja verulega kjarabætur í komandi samningum og er þetta ekki fjarri lagi.  En þar sést líka hvað grunnskólakennara hafa dregist aftur úr og það er skömm af því miðað við það álag sem nú hvílir á herðum kennara.  Aukin önnur störf, sum hver ansi illa skilgreind en verða að vinnast. Aukin samskipti við annað starfsfólk s.s þroskaþjálfa, stuðningsfulltrúa og fleiri sem koma að meðal bekkjardeild.  Það þarf að breyta starfheitum eða fara að viðurkenna hve ábyrgð umsjónakennarans er mikil og borga í samræmi við það.  Ég segði já við þessu boði.  Veit samt að þetta er ekki boð.Errm Þar sem þessi könnun er gerð fyrir kÍ hafa niðurstöður hennar eflaust ratað inn á þeirra borð og nú bíðum við spennt eftir fréttum þaðan.En hvernig stendur á því að við höfum dregist svona aftur úr? 

Lifið heil

Rósa vongóða Wizard


mbl.is Kennarar telja að laun eigi að hækka um 24-46%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Þóra Jónsdóttir

Ég fór á smá netflakk þegar ég kom heim áðan til að heyra tóninn í fólki vegna þessarar fréttar og komst að því mér til mikillar depurðar að skilningsleysi margra hefur ekkert minnkað. Sami söngurinn um vinntíma og frí upphafinn á ný. Svo eru sumir sem segja að þeir hafi enga samúð með okkur lengur. Vissi ekki að samúð væri svona dýrmæt. Nú höfum við þagað í 4 ár (mestu gósentíð í manna minnum) og tekið á okkur fáheyrða launarýrnun á því tímabili. Margir reyndir kennarar hafa flúið skólana í unnvörpum og ungt óreynt fólk hefur komið í staðinn ...og hrökklast, því miður, margt fljótt úr starfi. Það er staðreynd að verði launin ekki leiðrétt myndalega núna mun þetta ástand ekki breytast að neinu ráði. En hvað um það - þetta eru bara börnin okkar, börn þjóðarinnar, lifandi auður. Mér finnst fólk stundum tala um þennan auð líkt og hann væri dauður. Benjamin Franklín sagði eitt sinn : "Genius without education is like silver in a mine". Hér gildir nefnilega að kunna til verka og vinna úr því. Þetta er hlutverk kennara - hlutverk sem þeim er í senn ljúft og skylt að leika.

 Það er sko ekki sama hver kennir og það getur ekki hver sem er kennt..... og ekki orð um það meir!

Anna Þóra Jónsdóttir, 10.4.2008 kl. 19:58

2 Smámynd: Rósa Harðardóttir

Ég er auðvitað sammála því sem þú segir.  Ég heyrði líka í síðustu kjardeilu okkar að við værum með svo léleg laun því verðmætasköpun væri engin!!! Ég hefði viljað hitta þennan og fá hann til að rökstyðja.

Rósa Harðardóttir, 10.4.2008 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband