Jákvæðar fréttir af skólamálum

Það kemur stundum fyrir að fluttar eru jákvæðar fréttir af skólamálum í fjölmiðlum.  Helst er það í lok fréttatíma sjónvarpsins, kannski svona tvisvar í mánuði. Of sjaldan.  Í blöðunum er þetta einu sinni í viku ef vel gengur.  Þetta þarf að laga. Vinkona mín, kennaramenntuð býr í Danmörku og tók strax eftir því þegar hún flutti út að þessu var öðruvísi farið þar.  Það er mikið um jákvæðar fréttir á sjónvarpsstöðvunum  og í blöðum frá skólastarfi.  Ekki endilega þegar vorið er komið eða þegar einhver skólinn á afmæli heldur hvenær sem er.  Þetta gefur fólki aðra sýn á skólann, byggir upp jákvætt viðhorf til skólamála og kennara.  Þetta skiptir okkur öll máli því grunnmenntun í landinu er undirstaða undir farsæld og velmegun.  Við þurfum að fá fjölmiðla í lið með okkur  - því allir ættu að vera í sama liði og við - til að hefja skólastarfið til vegs og virðinga á ný.  Hjálpumst að benda á og segja frá jákvæðum hlutum í skólastarfinu smátt og smátt hefur það áhrif til lengri tíma. 

Lifið heil

Rósa  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband