Skólastjórar áhyggjufullir

 

Áheyrnarfulltrúi Skólastjórafélags Reykjavíkur lagði fram svohljóðandi ályktun frá fundi Skólastjórafélags Reykjavíkur sem haldinn var 4. apríl sl.:

Fundarmenn á félagsfundi Skólastjórafélags Reykjavíkur, sem haldinn var föstudaginn 4. apríl á Grand Hótel, hvetja stjórnendur Reykjavíkurborgar,samninganefnd Kennarasambands Íslands og launanefnd sveitarfélaga til að virða þau tímamörk sem sett voru í upphafi viðræðna og ljúka kjarasamningum kennara og atkvæðagreiðslu um þá fyrir 1. maí. Dragist samningagerð á langinn er hætta á að kennarar hverfi úr starfi með þeim afleiðingum að grunnskólar í Reykjavík verði ekki fullmannaðir næsta haust.

Síðustu helgar hafa verið fjölmargar auglýsingar um kennarastöður í Reykjavík.  Heyrst hefur að ekki hafa margir sýnt þeim áhuga.  Kennara, bæði þeir sem eru í starfi og þeir sem hugsanlega ætla aftur í kennslu halda að sér höndum og bíða eftir því að heyra hvernig launaliðurinn í þessum viðræðum verður.  Vonandi þurfum við ekki að bíða of lengi svo hægt sé að halda áfram með undirbúning fyrir næsta skólaár eða skila inn uppsagnarbréfi.Undecided

Lifið heil

Rósa raunamædda


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tíminn er að renna út Rósa. Það er eitt sveitarfélag sem stöðvar undirskriftir.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 20:43

2 Smámynd: Anna Þóra Jónsdóttir

Hvaða sveitarfélag er það?

Ég er sammála þér Rósa, þetta eru ömurlegar fréttir. Hvað þýðir að viðræður hafi gengið vel - aðeins eigi eftir að ræða launaliðinn... Ég  sem hélt að viðræðurnar hefðu bara átt að vera um launin.

Anna Þóra Jónsdóttir, 15.4.2008 kl. 21:26

3 Smámynd: Rósa Harðardóttir

Já rétt er það Gísli tíminn er að renna út.  Ég geri ráð fyrir að það sveitafélag sé Reykjavík. Og ekki gef ég mikið fyrir þær fullyrðingar að viðræður hafi gengið vel, auðvitað gengur vel þegar aðeins er um spjall að ræða.  Öll alvaran er eftir, það sem skiptir mestur máli og skapar eflaust mestu ósættirnar já launin. Ég stóð í þeirri trúa líka Anna Þóra að það ætti ekki að hrófla við neinu nema laununum.  Það ætti að koma launum grunnskólakennara til jafns við leikskólakennara en spurning er hvort miða eigi við launin sem þeir fá í dag eða þegar þeir hafa samið rétt á eftir okkur!!

Rósa Harðardóttir, 15.4.2008 kl. 22:06

4 Smámynd: Eysteinn Þór Kristinsson

Já það er ekki langt eftir. Klárist þetta ekki fyrir 1. maí er hætt við að ansi margir hætti og snúi sér að e-u öðru. Ég spyr eins og Anna Þóra. Hvaða sveitarfélag er það? Eða er þetta asnalega spurt, ræður borgin öllu?

Eysteinn Þór Kristinsson, 15.4.2008 kl. 22:58

5 identicon

Ég hélt að það væri Samninganefnd sveitafélaga sem væri að semja við FG, því finnst mér slæmt að heyra að einstaka sveitafélög geti haft áhrif á gang mála.

Hrafnhildur Svendsen (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband