Færsluflokkur: Bloggar

Hvað bull er þetta?

Ég fagna þeirri umræðu sem á sér stað um þessar mundir vegna inntökuskilyrða í framhaldsskóla.  Það er alltaf þörf á því að endurskoða kerfi sem fyrir eru og breyta og bæta ef það þarf.  En ekki er rétt að breyta einhverju bara til að breyta, vissan fyrir því að breytingin sé góð þarf að vera til staðar. En nú erum við að fara úr öskunni í eldinn held ég. Í ár voru ekki tekin nein samræmd próf í 10.bekkog skólaeinkunn látin duga til inngöngu í framhaldsskóla. Margir hafa gagnrýnt fyrirkomulag samræmdra prófa til þess og hef ég verið ein af þeim. En það sem notað er í staðinn þarf að vera réttlátt. Skólaeinkunn er góð ef hún er fenginn á sama hátt.  Það er mjög mismunandi eftir skólum hvað stendur á bak við skólaeinkunn.  Í sumum skólum eru tekin yfirlitspróf þar sem námsefni vetrarins liggur undir en í öðrum skólum eru eingöngu kafla eða lotupróf.  Og við ættum að geta verið sammála um að sú einkunn er oftast aðeins hærri. En það sem Háttvirtur menntamálaráðherra segir í Mogganum í dag fær mig til að efast um hæfni hennar í starfið.  Þar er talað um væntanleg samræmd könnunarpróf að hausti í 10. bekk. Í nýjum grunnskólalögum segir að þessu próf eigi ekki að sendast framhaldsskólum heldur vera skólum leiðbeinandi tæki til að vinna með um veturinn. En Katrín segir: "Það þarf að taka afstöðu til þess hvort framhaldsskólarnir eigi að fá upplýsingar um þá einkunn,“. Og gera hvað? Nota einkunn úr prófum sem fengin er í upphafi skólaárs, rétt eftir að nemandi kemur úr sumarfríi og flokka þau niður í skóla, þannig að þetta síðasta skólaár hafi ekkert að segja? Ég bara spyr.

Lifið heil

Rósa raunamædda


mbl.is Ráðherra skoðar inntökukerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fréttir frá Florence

Jæja þá erum við komnar til þessa frábæru borg.  Komum hingað í gær eftir 10 tíma ferðalag í gengum Frankfurt.  Það var vel tekið á móti okkur og vorum við keyrðar heim á hótel.  Hótelið er á besta stað í borginni.  Bara rétt hjá öllu.  En ekkert sérstakt hótel.  Frekar lítið og óvistlegt og enginn er ísskápurinn.  Ekki líkaði öllum morgunverðurinn en hann samanstendur af litum brauðbitum og sultu.  Veðrið hefur verið gott í dag en í gær þegar við komum rigndi mikið og eftir að hafa farið út að borða vorum við frekar kaldar og blautar.  Í dag höfum við skoðað staðhætti og kíkt í eins og tvær búðir.  Erum svo á leið í boð hér upp á sjöttu hæð þar sem allur hópurinn hittist.  Þetta er allt sama fólkið og í nóvember, svona að mestu  en nokkrir nýir hafa slegist í hópinn.  Á morgun á svo að hjóla. En segi ykkur meira frá því seinna og set inn einhverjar myndir.

kv

Rósa


Að nota tækifærið?

Það er frábært þegar einhver tekur sig til eins og Einar Bárðar gerði um árið og styrkir gott málefni.  Eins eiga þeir tónlistarmenn sem hafa tekið þátt í þessum tónleikum - sumir árum saman -  heiður skilið fyrir sitt framlag.  En þar sem þeir ætla ekki að taka neitt fyrir ómakið þá þurfa þeir samt að vita á hvaða forsendum þeir gera þetta góðverk og hvað telst viðeigandi.  Ég sjálf fór ekki á þessa tónleika en fékk þetta bréf frá mágkonu minni í gær og langið að deila hennar upplifum með ykkur:

 

Í gær fór ég á styrktartónleika krabbameinssjúkra barna. Ég á son sem greindist með alvarlegt krabbamein fyrir 5 árum og hafa þessi ár verið gríðarlega erfið en Benjamíninn okkar er hér enn, lífsglaður og yndislegur. Svona tónleikar gefa okkur aðstandendum krabbameinssjúkra barna gríðarlega mikið - umhyggja og væntumþykja þeirra sem standa að tónleikunum er ómetanleg og vekur upp kökk í hálsi yfir þeim kærleika sem "börnunum okkar" er sýndur. Hér á ég við alla sem standa að tónleikunum, alla þá sem gefa vinnuna sína til að styrkja þetta málefni, tækjamenn, Háskólabíó, og að sjálfsögðu tónlistarmennina sem koma ár eftir ár. Hæstan ber þó Einar Bárðarson sem er hugmyndasmiður tónleikanna - TAKK EINAR!
Ég fór á tónleikana fyrst í fyrra og þvílík samkennd og kærleikur sem ég upplifði - allir sem mæta á tónleikana eiga að sjálfsögðu sinn þátt í því og tónlistarmenn lögðu sig fram að taka falleg, skemmtileg, og yndisleg lög. Í ár brá svo á að einhverjir tónlistarmenn misskildu kannski á hverskonar tónleikum þeir voru að spila - tilfinningalegt slagorð tónleikanna er KÆRLEIKUR - en ekki pólitískir baráttutónleikar. Bubbi tók lag um nauðgun fjögurra stráka á 14 ára stúlku og í textanum voru lýsingar sem ekki áttu við á svona tónleikum, sérstaklega þar sem fullt af börnum voru á staðnum. Upplifunin var að hann væri að nýta sér stað og stund til að mótmæla réttarkerfinu - gott og blessað - en ekki á styrktartónleikum krabbameinssjúkra barna, bara ósmekklegt "move". Síðan toppaði Jakob Frímann hann með því að koma með innlegg um vöntun á nýju tónlistarhúsi og að enn þyrfti að notast við Háskólabíó (söng þetta inní lagi) - vitandi það að borgarstjóri væri í salnum. Ég átti ekki til orð - þetta voru ekki baráttutónleikar kreppunnar heldur barnanna okkar sem hafa þurft að berjast við helvískan sjúkdóm! Mér finnst maðurinn vera algjörlega taktlaus að átta sig ekki á að þetta var ekki staður og stund fyrir pólitískar rembingar.

 

Lifið heil

Rósa og Eygló


mbl.is Tvær og hálf milljón safnaðist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Komin heim

Já það er gott að vera komin heim því þar er best.  Ferðin var löng, skemmtileg, erfið og lærdómsrík.  Það sem við sjáum alltaf þegar við förum til útlanda í skólaheimsóknir er það hvað við erum að gera góða hluti hér heima, við verðum að vera ánægð með það sem við erum að gera og kunna að meta þann aðbúnað sem við búum við.  Við sáum margar spennandi hluti og margt var það sem kom okkur á óvart.  Í þessum skóla í Portúgal sem við dvöldum sem mest voru nemendur á aldrinum 10 til 15 ára bæði fatlaðir og ófatlaðir.  Á sýningunni í upphafi heimsóknarinnar var búið að koma fyrir lítilli vefmyndavél því einn nemandi skólans var mikið veikur heima, var rúmliggjandi með súrefni.  Hann fékk að fylgjast með þessum merka atburði þ.e að svona margir gestir frá ýmsum löndum væru í heimsókn.  Þetta fannst mér ákaflega fallegt og þarf ekki mikla fyrirhöfn.  Annað sem við tókum eftir sem fékk okkur til að hugsa var efnisnotkun.  Verkgreinarnar voru kenndar saman þ.e. myndlist, textíl og smíði.  Ekki var til neinn peningur til efniskaup og þurftu kennararnir að finna leiðir til þess að endurvinna.  Börnin notuðu ávaxtakassa úr tré sem efni í smíðagripi.  Þetta mundu við ekki bjóða upp á en þarna eru slegnar tvær flugur, búnir til fallegir hlutir og endurvinnsla kennd ásamt þeirri hugsun að bera virðingu fyrir umhverfi sínu og verðmætum. Nú á tímum þrenginga þurfum við að staldra við og skoða verðmæti.

Lifið heil

Rósa glaða


Jón bráðum allur

 

Eftir fundinn á fimmtudaginn var farið í kynnisferð um sveitir Fundao.  Upp í rútu fórum við eftir vondan hádegismat og keyrðum um.  Veðrið var gott og sólin skein.  Við skoðuðum kirkjur og kastala.  Við fórum einnig í að styttu ......... sem var landkönnuður og fann Brasilíu.  Það fannst mér sérlega gaman.  Í lok ferðarinnar var farið í súpermarkað til þess að kaupa okkur osta og púrtvín.  Þegar við komum aftur á hótelið var klukkan um 7 og við höfðum hvorki fengið vott né þurrt allan daginn.  En við áttum að mæta í kvöldverð um hálf átta.  Í þetta sinn var farið með okkur í næsta þorp á lítið veitingarhús í heimahúsi.  Við biðum spenntar eftir matnum og hvað haldið þið að við höfum fengið að borða.  Jú saltfiskur var það með kartöflum og hvítri sósu.  Nema Jóhanna hefðardama hún fékk svínasteik.  Eftir matinn kom þorpsbandið og lék fyrir okkur mörg hress lög sem flest voru eins,  við dönsuðum til  11 og fórum þá heim í háttinn, erfiður dagur  framundan.

 

Föstudagurinn 21. Nóvember

Við byrjuðum á fundi um verkefnið.  Fórum yfir hvað væri fram undan og það var margt sem kom okkur á óvart.  Þau voru með nokkuð aðrar hugmyndir en við og margir hverjir voru illa skipulaðir.  Við höfðum gert allt sem átti að gera og ég held að við höfum skilið of mikið.  En okkur fannst þetta ganga allt svo hægt.  Við viljum alltaf gera hlutina strax og klára en þau voru ekki á sama máli.  Sumir sögðu ekkert og veit ekki hvort þau hafa skilið nokkuð.  Gaman verður að sjá þessa útkomu.  Ítalirnir voru með svipaðan skilning á þessu og við. Sú sem stjórnar þessum fundi var ekki búin að hugsa vel um hvernig þetta ætti að vera.  Við unnum saman í orðalistanum og það urðu heitar umræður.  Sum orð var ekki hægt að setja inn því hin löndin áttu ekki orð yfir þau eins og t.d jökull og systkin. Þetta var bara fyndið því þarna voru töluð mörg tungumál og maður var alveg ruglaður.  Bettý sú ítalska vildi gera þetta á annan hátt en sú sem stjórnaði og að ítölskum sið gaf hún sig ekki, reifst og skammaðist  bæði á ensku og ítölsku.  Sá ungi tyrkneski reyndi að hjálpa til og allt fór til andskotans.  Vitið þið kannski hvað boar þýðir?  Þetta var svolítið erfitt þar sem nemendur sem eiga að vinna þetta eru á mjög misjöfnum aldri.  Allt frá 5 ára til til 15 ára.  Sú ítalska vildi tengja orðalistann við hefðir í hverju landi en ekki bara orð út í bláinn.  Hún vildi fara mun dýpra í verkefnið sem ég skildi mjög vel þar sem hún kennir 15 ára nemendum.  Og vegna þess að við vorum komin alla leið til Fundao til að ræða það um það hvort við settum mjólk eða kött á orðalistann.  Ítalir eru yndislegir, þeir er ákafir, blóðheitir og málefnalegir. Hendurnar óspart notaðar og á tímabili átti ég von á handalögmáli. Eistneski skólastjórinn var svo sú sem skakkaði leikinn, stoppaði þá ítölsku og sá tyrkneski kom með málamyndun. Listanum var úthlutað og Jóhönnu var slétt sama um hvað við fengjum því hún sagði að börn gætu teiknað allt.  Svo við fengum tíma og manneskjur.

Meira seinna því nú erum við gjörsamlega uppgefnar og þó ég eigi eftir að skrifa restina af deginum þá hef ég ekki neinn tíma.

LIfið heil Rósa

Picture 113


Meira af Jóni

 

Jæja þá ætla ég að segja ykkur aðeins frá þessari skemmtilegu ferð.  Héðan frá Portúgal er allt gott að frétta.  Við höfum kynnst mörgum skemmtilegum kennurum frá Portúgal, Ítalíu, Litháen, Eistlandi og ekki síst frá Tyrklandi.  Mest allur tími okkur fer í að bíða, bíða eftir hinu og þessu.  En oft höfum við þurft að bíða eftir Tyrkjunum því þeir þurfa að biðja nokkrum sinnum á dag og þá er allt sett á hold.  Skólinn sem við erum í samstafi við hér í Fundao er fyrir börn á aldrinum 10 til 15 ára, síðan tekur leikskólinn þátt í þessu líka og þar eru börn á aldrinum 3 til 6 ára.  Þegar ég skrifa þetta er ég stödd á fundi þar sem við eigum að kynna skólana okkar.  Það sem kemur okkur mest á óvart er hve margir tala ekki ensku.  Hér eru nokkrir í þessu verkefni sem eru algjörlega ótalandi á ensku.  Fyrir þá sem ekki þekkja þetta verkefni þá áttum við að koma með 5 brúður að heiman.  Brúðustrákinn Jón sem ætlar að ferðast um Evrópu og hitta nýja vini.  Við létum nemendur í 6. Og 7. Bekk búa til þessar brúður  sem við ætlum að gefa þessum þátttakendum.  Einhverjir hafa misskilið leiðbeiningar stjórnandans og vildu ekki gefa okkur eða komu aðeins með eina.  Það voru bara við og stjórnandinn sem gáfum brúður.

Það er margt sem kemur á óvart í þessum kynningum hinna.  Nú er sá Tyrkneski að kynna og hann er enskukennari við einkaskóla.  Skólinn er svakalega vel búinn, þetta er eins og 5 stjörnu hótel enda virðast þeir geta hækkað skólagjöld eftir þörfum. Skólagjöldin eru rúmlega 500.000 á ári sem er mikið miðað við að kennarinn er með 140.000 á mánuði miðað við núverandi gengi evrunnar.  Þeir eru alltaf með 4 til 5 nemendur sem eru á skólastyrk og koma frá fátækum heimilum.  Þeir eru með dýragarð í skólanum með fjölda dýra.  Þeir enduðu kynninguna sína á því að gefa okkur gjafir eins og fána og gúmmelaði. 

Eins og ég sagði hér að framan áttum við að koma með kynningu um  skólann okkar, glærukynningu.  Einhverjir hinna misskildu þetta og hér sitjum við á landkynningum.  Við gerðum auðvitað eins og okkur var sagt og gerðum einfalda skólakynningu.  Við vitum hvað margir búa í Tyrklandi, hvernig skólinn þróaðist í Eistlandi og hvernig grænar grundir Litháen  eru.

Það sem kom okkur á óvart  hjá þeim frá Litháen var að í skólanum þeirra eru starfrækt brúðuleikhús og hefur verið það í 11 ár.  Þau taka þátt í samkeppnum og sýna víða. Kennararnir í skólanum sjá um lengda viðveru og þar eru starfræktir margir klúbbar. 

Ítalirnir eru yndislegir, lifandi og tala með öllum líkamanum.  Þeir kenna í gagnfræðaskóla í miðborg Flórens í gömlu hús frá nítjándu öld.  Brúðurnar þeirra voru bara tuskudúkkur sem þau vildu ekki gefa okkur hinum.  Mikið er lagt upp úr bóklegu námi og verkgreinar ekki hátt skrifaðar sem kom mér á óvart.

Í þessum Portúgalska skóla eru haldnar, lestrarkeppnir, ritgerðarkeppnir, tungumálakeppnir, stafsetningarkeppni.  Þeir eru með einn bekk fyrir fatlaða nemendur sem við áttum að fá að heimsækja en ekki vannst tími til þess.  Þau bökuðu hins vegar pönnukökur fyrir okkur en þau eru þau einu í skólanum sem fá að fara í heimilisfræði.

Í kaffitímanum gátum við smakkað á litlum kökum frá Portúgal, Tyrkirnir komu með hnetur og hlaup, Litháen kom með líkjör við vorum svo heppnar að hafa keypt nokkrar litlar Brennivínsflöskur og settum þær á borið og vöktu þær mikla lukku.

 

Meira á morgun

Lifið heil

Rósa Picture 099


Af Joni og vinum hans

Sma frettir af okkur hedan fra Portuga.  Nu erum vid staddar i Fjallaborginni Fundao sem er ekki langt fra landamaerum Spanar.  Her er frekar kalt og hlyrabolirnir liggja i toskunni.  Thetta er skemmtilegur hopur sem vid erum med fra Portugal, Tyrklandi, italy, Eistlandi og Lithaen.  Erum nu i skolanum og fengum mjog godar mottokur, krakkarnir sungu fyrir okkur og hofdu unnid verkefni um londin.  Eg set vonandi myndir fra thvi.  En nu erum vid ad fara a fund svo eg skrifa meira seinna.

Lifid heil

Rosa a hlyrabol


Betra seint en aldrei

Ég hef ekki bloggað síðan í júlí og fyrir því liggja nokkrar ástæður sem ég ætla ekki að ræða hér.  En í kvöld datt mér í hug að kíkja inn á bloggið og viti menn, þetta er hættulegt, var klukkuð, sá það fyrir tilviljun.  Ég skorast aldrei undan og hér eru svörin mín:

 4 Störf  Deildarstjóri - Kennari - afgreiðsludama - bankamær

4 bíómyndir - Women - sex in the city - Little miss sunshine - 

4 staðir sem ég hef búið á: Skógarás- Rauðarástígur- Sauðárkrókur - Efstasund

4 sjónvarpsþættir  Svartir englar - sex in the city - Taggart og allir breskir spennuþættir

4 staðir í fríum - Tenerife - Danmörk - Krít - Úlfljótsvatn

4 netsíður - Þær sem ég nota mest eru: Korpuskoli.is, facebook.com, Hi.is Fylkir.net

4 matarkyns - kjúklingur - humar - naut og ítalskt

4 uppáhaldsstaðir á Íslandi - Þórsmörk - Jafnaskarðsskógur - Straumnes - Austurland

4 óskir - Að jafvægi komist á líf okkar allra, að börnin í minni fjölskyldu komist yfir alla sína erfiðleika - fleiri óskir hef ég nú ekki.

4 bloggvinir sem ég klukka: arndis, karius,lindaosk og kerlings

 Lifið heil

Rósa 

 

 


Nóg af venjulegum mönnum til...

....sagði Sigmar Maríusson, gullsmiður og stórvinur Stórvals þegar hann var spurður hvort Stórval hefði ekki komið fólki fyrir sjónir sem hálfgerður furðufugl.  jú sem betur fer því nóg er af venjulegum mönnum og gott að einn og einn sé svona. Sigmar talaði fallega og af virðingu um þennan merkilega mann og vekur okkur til umhugsunar um hve dýrmætt er að bera virðingu fyrir öðrum eins og þeir eru.  Ekki að reyna breyta fólki og steypa öllum í sama form.  Þetta þurfum við sem vinnum með börnum að hafa í huga á hverjum degi.

Hér getið þið hlustað á viðtalið. 

Lifið heil

Rósa á róandi 


Gott en ekki nóg

Það er þörf á því að sporna við offitu barna og unglinga með breyttu matarræði en það er ekki nóg.  Við þurfum að hvetja börn og unglinga til að hreyfa sig meira og gera hreyfingu aðgengilegri.  Í þeim hraða sem ríkir í þjóðfélaginu þá er oft erfitt að koma hreyfingu barna fyrir. Of mörg börn eyða of miklum tíma fyrir fram tölvur og sjónvarpið.  Flest börn fá 2 leikfimitíma á viku yfir vetrartímann og ekkert meira, það er ekki nóg. Nú þegar skóladagurinn er orðin þetta langur þá er það einkennilegt að vægi íþrótta sé ekki meira en þegar ég var að byrja í skóla, 80 mín í leikfimi á viku og 30 mín í sund hálfan veturinn.  Margir foreldra "nenna" ekki að koma ungum börnum sínum íþróttir eftir skóla enda ekki nema von ef "vinnutími" barna er frá 8 til 5.  Yngri nemendur ættu að hafa kost á því að stunda íþróttir á þessu tímabili.  En við verðum líka að halda þeim í íþróttum og þar þurfa íþróttafélögin að vinna markvissara starf, reyna að halda í fleiri en þá sem gætu skilað hagnaði. Síðan er það unga fólkið. Ef við náum árangri með börnin þá skilar þetta sér þegar fram líða stundir.  Nú í sumar hef ég farið nokkrum sinnum í sund og ég á bara ekki til orð.  Í sundlaugunum er of mikið af ungum stúlkum frá svona 16 til 26 sem eru spikfeitar.  Ég sjálf er nú ekkert of grönn en þetta er of mikið af því góða og miklu fleiri en fyrir svona 10 árum.

Lifið heil

Rósa í leikfimi 

 


mbl.is Reynt að sporna við offitu barna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband