Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Þorgerður Katrín taki flokksbróður sinn Björn til fyrirmyndar.

Ég heyrði í fréttunum nú seinnipartinn að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra  hafi ákveðið að greiða öllum lögreglumönnum 30.000 á mánuði út samningstímann en af honum er eftir rúmt ár.  Þetta er gert vegna aukins álags á lögreglumenn þar sem margir hafa sagt starfi sínu lausu.  Nú er það þannig í grunnskólum hér í Reykjavík er álagið á starfandi kennara  margfalt meira en venjulega vegna manneklu.  Því ættu þau flokkfélagar Þorgerður Katrín og Vilhjálmur Vilhjálmsson að taka höndum saman og greiða kennurum 30.000 á mánuði út samningstímann. 

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1293452


Er ég rannsóknarefni??

Góð vinkona mín sagði við mig í gær "Rósa ég held að við séum verðugt rannsóknarefni".  Í kaffitímanum í dag sagði góð samstarfskona mín " Við erum nú verðugt rannsóknarefni?" Hvað meintu þessarar góðu konur og er eitthvað til í því.  Það sem þær voru að hugsa var þetta.  Við erum konur sem völdum okkur að gerast kennarar og erum enn að kenna.  Okkur finnst oftast gaman í vinnunni.  Við erum sífellt að taka að okkur meiri vinnu, við sættum okkur meira og meira við auknar kröfur frá foreldrum, skólastjórum og yfirvöldum.  Við sættum okkur við neikvæða gagnrýni í afmælisboðum, fjölmiðlum og öðru opinberum stöðum.  Við tökum næstum þegjandi við minnkandi virðingu í þjóðfélaginu og það sem verst er við lifum ekki af þessum launum sem við fáum.  Hvað er það sem heldur okkur enn í kennslu?

Sveigjanlegur kraftur Þorbjargar Helgu.

Þorbjörg Helga formaður leikskólaráðs var ásamt Sigrúnu Elsu VG í viðtali við Svanhildi Hólm  á stöð 2 nú í kvöld.  Þetta var nú ljóta viðtalið.  Svanhildur vissi eiginlega ekki um hvað hún átti að spyrja og vissi ekki hvaða niðurstöður hún vildi fá í lok viðtals.  Þorbjörg Helga var til skammar fyrir sig og borgina.  Halda sjálfstæðismenn virkilega að með því að fá Glitni og Landsbankann til þess að stofna leikskóla þá minnki vandi borgarinnar í sambandi við mannaráðningar á leikskólum?  Já Þorbjörg Helga sagði að einkareknir leikskólar ætti ekki í vandræðum með ráðningar vegna þess að þeir hefðu meiri sveigjanleika heldur en borgin gæti boðið upp á.  Er hún svona vitlaust blessunin.  Ef einkareknir leikskólar og skólar eiga auðveldara með að ráða starfsfólk er það án efa vegna þess að þeir geta borgað hærri laun.  Ef Glitnir ætlar að stofna leikskóla þá ræður hann vonandi hæft fólk sem er núna að vinna á leikskólum borgarinnar og borgina á enn í vanda með mannaráðningu.  Eða hvað haldið þið.  Eina leiðin til að lokka  kennara og leikskólakennara til starfa aftur og að fá þá nýúrskrifuðu til starfa er að borga hærri laun.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband