Af kjaraviðræðum

Nýlega birtist í fjölmiðlun tilkynning frá samninganefnd KÍ að allt gengi vel.  Viðræður hafa staðið yfir og allt í lukkunnar velstandi.  Það er búið að ganga frá flestum þáttum og bara eftir að að ræða launaliðinn, eins og það sé eitthvað bara.  Í febrúar fór ég á kynningarfund með Ólafi Loftssyni formanni Félags grunnskólakennara og þar kom skýrt fram að ekki ætti að hrófla við neinu í þessum samningum öðru en laununum.  Hvað er það þá sem þeir hafa verið að ræða, gaman væri að vita. Kalli Björns sagði að allt hefði farið fram í mestu vinsemd.  En gaman hjá þeim.  Það verður örugglega ekki eins gaman þegar kemur að því að ræða laun en við bíðum spennt.

Lifið heil

Rósa 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Þóra Jónsdóttir

Er mjög spennt - en samt ekki mjög vongóð. Wonder why?

Anna Þóra Jónsdóttir, 15.4.2008 kl. 00:03

2 Smámynd: Eysteinn Þór Kristinsson

Vandamálið við marga af okkur kennurunum er að starfið er svo skemmtiæegt sð við tímum ekki hætta. Borgum jafnvel með okkur til að kenna. Ég hef kennt unglingum í töttöguogfem ár ( reyndar bara 20 ) og þeir eru bara svo frábærir.

Eysteinn Þór Kristinsson, 16.4.2008 kl. 08:54

3 Smámynd: Eysteinn Þór Kristinsson

Auðvitað átti þetta að vera ..........skemmtilegt að.......

Eysteinn Þór Kristinsson, 16.4.2008 kl. 08:55

4 Smámynd: Rósa Harðardóttir

Já það er skemmtilegt, þess vegna er maður enn í þessu.

Rósa Harðardóttir, 20.4.2008 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband