Réttur brotinn á nemendum vegna.......

Á forsíðu Fréttablaðsins í gær er frétt um manneklu í Grunnskólum Reykjavíkur og var einn skóli sérstaklega nefndur.  Þar þarf að skerða stundartöflur nemenda vegna kennaraskorts. Rætt er við Ólaf Loftsson formann Félags grunnskólakennara um ástandið og kemur hann inn á að þetta hafi verið fyrirsjáanlegur vandi eins og ég hef nokkrum sinnum bent á.  En réttur nemenda er brotinn vegna þess að þeir fá ekki þann kennslustundafjölda sem kveðið er um.  En þá spyr ég á móti er réttur nemenda ekki brotinn þegar verið er að redda skorti á kennurum  með hinum og þessum .  Hvernig er þetta þar sem ekki fæst réttindafólk til starfa og ráðnir eru þess í stað einstaklingar með "góða" menntun.  Er ekki verið að brjóta á rétti nemenda?  Í mörgum skólum hafa kennarar og jafnvel annað starfsfólk bætt á sig vinnu til að "hafa ofan af " fyrir nemendum er ekki verið að brjóta á rétti nemenda til lögboðinnar kennslu með þessum reddingum? Í athugun sem gerð var í skólum borgarinnar nú í janúar kom í ljós að aðeins 17 skólar af 38 eru fullmannaðir, hvað þýðir það að vera fullmannaðir skólar?  Er þá réttindafólk í öllum stöðum og enginn að vinna meira en hann ætlaði sér í upphafi skólaárs eða eru þeir kannski enn færri skólarnir sem eru "fullmannaðir". Ég tek undir orð Ólafs um að staðan sé slæm en að hún eigi eftir að versna ef náist ekki að semja strax í vor. 

Lifið heil

Rósa raunamædda


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ása Björk Snorradóttir

Takk fyrir pistilinn.  Við kennarar verðum að láta í okkur heyra.  Það er ekki í lagi að bara einhver og einhver sé inni í kennslustofum og það heiti "fullmannað".

kv Ása Björk

Ása Björk Snorradóttir, 27.1.2008 kl. 16:33

2 identicon

Júlíus Vífill formaður menntaráðs Reykjavíkur hélt hátíðarræðu um mikilvægi þess að bæta kjör kennara. Sú ræða bætir ekki kjörin, athafnir í stað orða. 

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 18:27

3 Smámynd: Arndís Hilmarsdóttir

Ég hef oft verið að velta því fyrir mér af hverju þarf að vera í þessum skrípaleik, þ.e. að í stað þess að vinna fyrir luktum tjöldum og fá eilíft einhvern til að "passa" nemendur þegar kennaraskortur er viðvarandi eða að opna dyrnar (eða í það minnsta að taka tjöldin frá) og senda bara nemendur heim. Er ástæðan sú að það má ekki gera málið opinbert eða er ekki vilji til þess að gera vandamálið opinbert?

kv. Arndís

Arndís Hilmarsdóttir, 1.2.2008 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband