Horft fram á veginn

Jæja þá hef ég lengið undir feld of lengi og mál til komið að skella sér á fætur og undirbúa andann fyrir komandi kjaraviðræður.  Eftir langvarandi tölvuleysi hef ég átt við rifstíflu og framkvæmdarkvíða að stríða en þetta gengur ekki lengur og með hækkandi sól á birtir til í sálinni.  Fréttirnar í 24 stundum í dag um að sérsamningar kennara við einstök sveitafélög gætu verið inn í myndinni í komandi viðræðum boðar spennandi tíma fram undan.  En hvort þetta sé eitthvað sem segir til um innihald þegar við borðið er komið er ekki gott að segja.  Reyndar hef ég ekki trú á því að sérsamningur við kennara í Reykjavik verði innihaldsríkir því Reykjavíkurborg hefur verið það sveitafélag sem helst hefur haldið að sér höndum þegar svona mál koma upp því flestir vilja búa og starfa hér á þessu svæði.  Og ekki geri ég ráð fyrir miklum tekjuafgangi hjá borginni þegar svo margir borgarstjórar eru á háum launum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Adda bloggar

já samála þér með alla þessa borgastjóra, kostar ekki litið.

kv adda 

Adda bloggar, 24.1.2008 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband