Bráðum kemur betri tíð eða hvað?

Júlíus Vífill er enn og aftur komin í forsvar fyrir menntamál borgarinnar og hefur tjáð sig um ástandið í skólum.  Hann er sammála því að orsök manneklu sé léleg laun og ef að við viljum hafa góða skóla þurfi að greiða kennurum hærri laun.  Að þessu sjáum við að hann stendur með okkur eða hvað.  Ég er nú ekki svo sannfærð en reyni að vera bjartsýn.  Ég veit að til eru peningar til að borgar hærri laun, viljinn er fyrir hendi og fordæmi eins og sést á launahækkun til stundarkennara. En það var einhliða ákvörðun launanefndar seint í haust að tímakaup stundarkennara hækkaði úr 1400 kr á tímann í 2400 krónur.  Þannig að ef stundarkennari er ráðinn þá er hann á hærra kaupi en grunnskólakennari með 10 ára starfsaldur 2400 *26 kennslustundir á viku *4 vikur = 249600 á mánuði. En aldur og menntun skiptir ekki máli.  Ef þetta hefur viðgengst í vetur þá hljóta þeir að geta hækkað laun mín umtalsvert í vor.

Lifið heil

Rósa ráðvanda 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Sjálfstæðismenn hafa verið nokkuð lengi í lykilaðstöðu til að hækka laun kennara, svo og margra annarra í vanmetnum störfum.  Þannig að Júlíus Vífill er ekki mjög trúverðugur í þessu. 

Auðun Gíslason, 28.1.2008 kl. 20:37

2 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Það er gott að formaður menntaráðs sé á því að það þurfi að hækka laun kennara umfram aðra.

En fáið þið 18.000 kr. ofaná launin ykkar í hverjum mánuði eins og kennarar í Kópavogi og Garðabæ fá núna?

Sigurður Haukur Gíslason, 28.1.2008 kl. 20:37

3 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Heldur þú virkilega Rósa að Reykjavíkurborg myndi láta það spyrjast út hér á höfuðborgarsvæðinu að þeir borguðu lægstu launin? Hvernig heldur þú að gengi að manna skólana í RVK næsta haust?

Mundu bara hver var ástæðan fyrir því að leikskólakennarar hækkuðu sem raun bar vitni. Það var vegna þess að Steinunn Valdís hækkaði ófaglærða fólkið á leikskólunum einhliða enda var það fólk ekki undir hælnum á launanefndinni. Eftir það fóru sveitarfélögin að keppast við að bjóða best.

Þetta er að gerast núna með þessar yfirborganir grunnskólakennara. Kópavogur var á eftir Reykjavík og bauð betur. Garðabær var á eftir Kópavogi og bauð betur. Það er ekkert sem bannar RVK að bjóða betur í annarri umferð. Júlíus Vífill er búinn að gefa upp boltann í því efni.

http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item188192/

Sigurður Haukur Gíslason, 28.1.2008 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband