Nú brosir lífið við mér, ég kemst bæði í sund og á bókasafnið!

Þeir kennarar sem hafa sagt upp störfum sínum koma til með að draga uppsagnir sínar til baka og þeir sem voru um það bil að segja upp hætta við  það.  Jú nýr meirihluti hefur komið með svo gott útspil að það skiptir öllu máli.  Ég kem til með að fá frítt á bókasafnið það kostar mig 1200 á ári.  Ég fæ frítt í sund en ég fer frekar sjaldan þannig að það reiknast sem svona 3000 kr.  og síðan fæ ég 16000 kr í líkamsræktarstyrk en hafði 10000 þannig að við bætist 6000 kall en eftir er að draga af þessu skatt.  Ég verð bústin og sæl og get örugglega farið með fólkið mitt í sumarfrí á hverju ári eftir þessa kjarabót eða hvað haldið þið.

Lifið heil

Rósa ríka


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Inga María

Kjarasamningar sem betur fer ekki lausir í dag...skólinn væri lagður niður ...þannig að kennarahópurinn getur staðið saman....sundferðir og bókasafn greiða varla reikninga hjá neinum.

 Þar sem þú ert ljónynja þá var stjörnuspáin á mbl.is svona fyrir daginn

StjörnuspáLjón
Ljón: Yfirmaður gæti orðið ölvaður af völdum og misst sjónir af hagsmunum hópsins. Þú gætir orðið sá eini sem verð rétt ykkar og ekkert fær þig stöðvað.

Inga María, 22.10.2007 kl. 17:56

2 Smámynd: Rósa Harðardóttir

Ja ég er nú með ágætis yfirmann sem reynir eftir bestu getu.  Ég reyni nú að láta ekkert stöðva mig en það sem gerir það helst er kennarar sem eru of þreyttir til að berjast.

Rósa Harðardóttir, 22.10.2007 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband