Boltar í stað stóla

Í nokkrum skólum í Ameríku hafa verið gerðar tilraunir með að skipta út hefðbundnum stólum í skólastofum og setja í staðinn bolta eins og notaðir eru í líkamsrækt.  Þetta hefur gefist vel, nemendur eiga betur með að einbeita sér og um leið styrkjast þeir líkamlega.

616-6ball1028_doublewide_prod_affiliate_2Mér líst vel á þetta, ætla að skella mér í skólaheimsókn þarna út og reyna svo að innleiða þetta í íslenska skóla.  Kemur einhver með? Svo erum við að kvarta yfir "rúllustólum". Lesið meira um þetta á :    http://www.startribune.com/west/story/1511730.html

Lifið heil

Rósa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl

já, mér líst satt að segja vel á þessa bolta því ég sé þá nýtast meira en bara til að sitja á....sem sagt, fjölnota kennslugagn í skólastofu....hvað viljum við annað til að koma til móts við þarfir hvers og eins....þess virði að prófa....frábær hugmynd !!..kem með þér til  Ameríku....when ever we can....

kv. Áslaug 

Áslaug Ó. Harðardóttir (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 22:52

2 identicon

Ég fór í skólaheimsókn fyirr ári til Ameríku þar var svona í einni skólastofu í skóla sem ég skoðaði og gekk vel meðan ég horfði á. Mér þótti þetta áhugavert og spurðist fyrir þá var mér sagt að þetta hefði verið innleitt í skólann 2-3 árum fyrr sett í allar stofur, en allir hefðu gefist upp á þessu og beðið um stóla aftur, nema þessi eini kennari sem var með góða nemendur og gekk ágætlega. Sögðu að það væri mikið hoss á þessu og hefði farið í tóma vitleysu. Jæja spennandi að heyra þegar þú er búin að skoða.

Iðunn (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 18:41

3 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Mjög athyglivert

Ingibjörg Friðriksdóttir, 8.11.2007 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband