Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Á villugötum með lestrarkennslu

Eru íslenskir skólar á villugötum í sambandi við lestrarkennslu?  Í nýlegri PISA könnun kemur fram að íslenskir nemendur standa sig ekki nógu vel í lesskilningi.  Þetta kemur mér ekki mikið á óvart þar sem ég hef lengi haft áhyggjur af lestri nemenda eftir að hinu eiginlega "lestrarnámi" lýkur.  En hvenær lýkur því.  Það er svo  önnur spurning.  Lýkur því þegar nemendur hafa náð tækninni að tengja saman hljóð  og bókastafa og geta lesið orð og síðan setningar.  Eða lýkur því kannski aldrei.  Mjög algengt er að þegar nemandi hefur náð leshraða upp á 8 eða er kominn í 5. bekk þá er ekkert á dagskrá sem kallast getur lestrarnám þó gefinn sé tími til lestrar.  Rósa Eggertsdóttir sérfræðingur á skólaþróunarsviði á Akureyri var í viðtali í fréttatíma sjónvarpsins í gær og hún segir Íslendinga ekki vera í takt við fræðaheiminn.  Hún segir að aðferðir sem notaðar eru séu ekki nógu góðar.  Nauðsynlegt er að staldra við og breyta viðhorfi og kennsluháttum.  En ég hvet ykkur til að hlusta á þetta viðtal:http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4338519/7

Lifið heil

Rósa á rauðklædda


Laun kennara

Ég fór á jólahlaðborð í gær bara nokkuð gaman, þarna voru um 170 vinnufélagar og makar. Ég þekkti fáa en reyndi að vera kurteis og spjalla.  Eitthvað virkaði ég kennaraleg í fasi þó ég hafi reynt að forðast það, ég legg mig fram við að tala um eitthvað annað en kennslu og laun kennara á mannamótum en stundum tekst það bara ekki.  Nema þarna var kona sem ég fór spjalla við og reyndist hún vera kennari.  Hún sagði svolítið merkilegt.  Hún  er um fimmtugt, leikskólakennari í byrjun og ákvað svo fyrir 10 árum að skella sér í Kennó og bæta við  sig námi til þess að öðlast réttindi sem grunnskólakennari.  Hún kláraði prófið og hóf kennslu í grunnskóla hér í borginni fyrir um 6 eða 7 árum.  Þetta var munur fyrir hana þar sem hún hækkaði í launum.  Ánægð með sig undi hún hag sínum vel en svo tók að fjara undan.  Ef hún ákveður í dag að fara aftur inn á leikskólann þá hækkar hún í launum um ein 20 - 30 þúsund  mánuði.  Þetta hefur gerst á  aðeins6 til 7 árum.  Er þetta eðlilegt eða hvað.  Ég fagna því að leikskólakennarar hafa náð fram meiri kjarabótum en harma það um leið að grunnskólakennara sitji eftir.  Eitthvað þarf að gera en það er bara spurning hvort vilji og geta sé til staðar.

Lifið heil

Rósa


5,6% kaupmáttarrýrnun kennara

Frá því um ársbyrjun 2005 hefur almennur kaupmáttur launafólks aukist  um 8% en verðlag hækkað um 14%. Á sama tíma hafa laun kennara hækkað um 7,5% sem þýðir kaupmáttur launa hefur rýrnað um 5,6%.  Og á sama tíma hefur launavísitala hækkað um 22%.  Þetta segir allt sem segja þarf og veit ég að launanefnd KÍ hefur þetta í huga þegar kröfur kennara verðar settar fram fyrir komandi kjaraviðræður.  Enn og aftur stöndum við í sömu sporum og hef ég það á tilfinningunni að fyrir hver 2 skref sem við förum áfram þá förum við 3 aftur á bak.

Lifið heil

Rósa


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband