Laun kennara

Ég fór á jólahlaðborð í gær bara nokkuð gaman, þarna voru um 170 vinnufélagar og makar. Ég þekkti fáa en reyndi að vera kurteis og spjalla.  Eitthvað virkaði ég kennaraleg í fasi þó ég hafi reynt að forðast það, ég legg mig fram við að tala um eitthvað annað en kennslu og laun kennara á mannamótum en stundum tekst það bara ekki.  Nema þarna var kona sem ég fór spjalla við og reyndist hún vera kennari.  Hún sagði svolítið merkilegt.  Hún  er um fimmtugt, leikskólakennari í byrjun og ákvað svo fyrir 10 árum að skella sér í Kennó og bæta við  sig námi til þess að öðlast réttindi sem grunnskólakennari.  Hún kláraði prófið og hóf kennslu í grunnskóla hér í borginni fyrir um 6 eða 7 árum.  Þetta var munur fyrir hana þar sem hún hækkaði í launum.  Ánægð með sig undi hún hag sínum vel en svo tók að fjara undan.  Ef hún ákveður í dag að fara aftur inn á leikskólann þá hækkar hún í launum um ein 20 - 30 þúsund  mánuði.  Þetta hefur gerst á  aðeins6 til 7 árum.  Er þetta eðlilegt eða hvað.  Ég fagna því að leikskólakennarar hafa náð fram meiri kjarabótum en harma það um leið að grunnskólakennara sitji eftir.  Eitthvað þarf að gera en það er bara spurning hvort vilji og geta sé til staðar.

Lifið heil

Rósa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Rósa. Þakkarvert hversu þú þreytist lítt að tala um kjörin. Staðan er semsé þessi: Í upphafi viðræðna grunnskólakennara er startgjaldið 30 þúsund, áður en kemur að raunverulegum viðræðum. Það þarf í raun að gerast í febrúar, því eftir það er þetta orðið of seint. Því miður þá sé ég kunnuglegt ferli fara af stað. Vonandi hef ég ekki rétt fyrir mér.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 10:50

2 Smámynd: Rósa Harðardóttir

Sæll Gísli og takk fyrir þetta.  Vonandi er ég ekki farin að hljóma eins og biluð plata, þetta er bara svo erfitt.  Það að íhuga að skipta um starfsvettvang er ekki svo auðvelt þegar maður er ánægður með flest nema launin.  Vinnan er skemmtileg, samstarfsmenn góðir, en launin léleg og ég kann ekkert annað . Þetta er eins og missir sé yfirvofandi.  En ég hef ekki sagt upp og er bjartsýn, það er ekki annað hægt nú þegar frú Þorgerður Katrín stendur nú með okkur.

Rósa Harðardóttir, 10.12.2007 kl. 17:49

3 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Fyrst, auðvitað eiga kennarar að hafa góð laun, hvert sem aldurstigið er. Án þess að vita hvort "konan" var að bera saman epli og appelsínur eða appelsínur, vil ég benda á að inn í leikskólanum fær hún sennilega grunnskólakennaranámið metið til launaflokka, og svo er hún e.t.v. að tala um deildastjórastöður. Deildarstjórastaða í leikskóla er staða þar sem viðkomandi hefur mannaforráð. En ég veit líka að það rétt að leikskólakennara skriðu í einhverjum tilfellum fram úr grunnskólakennurum við sértæka hækkun Steinunnar Valdísar til kvenna í láglaunastörfum. (Sem segir allt um hvar kennarastéttin raðast launalega)

Sannarlega vona ég að í næstu samningum nái kennarastéttin (öll) góðum samningum.  Sannarlega vona ég að það þurfi ekki verkföll til. Kannski að hægt verði að nota til þess eitthvað af þessum mikla "gróða" sem er af fjárlögunum.  

Kristín Dýrfjörð, 14.12.2007 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband