Á villugötum með lestrarkennslu

Eru íslenskir skólar á villugötum í sambandi við lestrarkennslu?  Í nýlegri PISA könnun kemur fram að íslenskir nemendur standa sig ekki nógu vel í lesskilningi.  Þetta kemur mér ekki mikið á óvart þar sem ég hef lengi haft áhyggjur af lestri nemenda eftir að hinu eiginlega "lestrarnámi" lýkur.  En hvenær lýkur því.  Það er svo  önnur spurning.  Lýkur því þegar nemendur hafa náð tækninni að tengja saman hljóð  og bókastafa og geta lesið orð og síðan setningar.  Eða lýkur því kannski aldrei.  Mjög algengt er að þegar nemandi hefur náð leshraða upp á 8 eða er kominn í 5. bekk þá er ekkert á dagskrá sem kallast getur lestrarnám þó gefinn sé tími til lestrar.  Rósa Eggertsdóttir sérfræðingur á skólaþróunarsviði á Akureyri var í viðtali í fréttatíma sjónvarpsins í gær og hún segir Íslendinga ekki vera í takt við fræðaheiminn.  Hún segir að aðferðir sem notaðar eru séu ekki nógu góðar.  Nauðsynlegt er að staldra við og breyta viðhorfi og kennsluháttum.  En ég hvet ykkur til að hlusta á þetta viðtal:http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4338519/7

Lifið heil

Rósa á rauðklædda


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er ekki endilega viss að þetta sé lestraaðferðin. Mín reynsla er sú að ein lestraaðferð/kennsla hentar einum en ekki öðrum. Það er breytt er að foreldrar eru nánast hættir að lesa fyrir börnin og þau lesa meir málfar af skjá en bók.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 13:08

2 Smámynd: Rósa Harðardóttir

Já ég get tekið undir þetta.  Ég gerði óformlega könnun hjá 6 ára nemendum og spurði þau hvort það væri ekki lesið fyrir þau á kvöldin.  Það voru 2 nemendur sem svörðuð jú alltaf, 3 stundum og hinir eiginlega aldrei.  Það sem mér fannst verst var að margir sögðust sofna út frá myndböndum, eflaust ein. Nemendur í 6. og 7. bekk sem oft eiga í erfiðleikum með að velja bók, þau nenna ekki að lesa Harry Potter það tekur því ekki því það er skemmtilegra að sjá myndina.  Bókin eyðileggur.

Rósa Harðardóttir, 18.12.2007 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband