Barnaþing
9.4.2008 | 08:22
Þetta er frábært. Frábært að fá jákvæðar fréttir úr skólalífinu. Barnaþingið er skemmtileg tilbreyting fyrir nemendur og kennara og brýtur upp hefðbundið skólastarf. Þarna fá nemendur að láta álit sitt í ljós á sínu nánasta umhverfi. Umhverfi og úrbætur í séð með augum þeirra. Þau finna að hlustað er á þau og vonandi verður tekið tillit til einhverra óska. Ég fylgdist með nemendum í mínum skóla þegar undirbúningsferlið fór fram. Gleðin og áhuginn sem skein úr augum þeirra - ja þið hefðuð átt að sjá það!! þó meira rót komi á skólastarfið þá er það þess virði. Þarna gátu nemendur nýtt sér það sem þau höfðu lært í skólanum og vonandi séð tilganginn.
Meira svona.
Lifið heil
Rósa
Minni sóðaskap, veggjakrot og stríðni - meira af kakósúpu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Menntun og skóli | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.