Betur gengur að ráða kennara til starfa í grunnskólum Reykjavíkur en útlit var fyrir í byrjun sumars, eftir því sem segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Búið er að manna yfir 90 prósent af þeim stöðum sem þarf. Enn vantar 140 starfsmenn, þar af 69 kennara.Nú þegar tæpar tvær vikur eru þangað til grunnskólar borgarinnar verða settir eru kennarastöður því fullmannaðar. Óvenju margir kennarar í Reykjavík eru í námsleyfi eða í launalausu leyfi og hafði það áhrif á stöðuna. - sþs
Færsluflokkur: Bloggar
Að lifa af
11.10.2007 | 23:42
Það er ekki oft sem fólk kemur með athugasemdir við það sem ég skrifa en ég fagna því. Meira verður að heyrast um málefni kennara og skólans. Þorgerður Diðriksdóttir svaraði því sem ég skrifaði í gær og þakka ég henni fyrir. Ég vona að hún hafi ekki misskilið mig og held reyndar ekki. Hún er í betri stöðu en ég að breyta launum kennara eða hafa áhrif á gang mála sem formaður Kennarafélags Reykjavíkur. Og hún er enn að kenna þannig að hún veit hversu erfitt það er að lifa af þeim launum sem við fáum og að sætta sig við þau. En þó að ég hafi sagt það hér í seinustu færslu að mér þætti gaman í vinnunni þá er það að sjálfsögðu ekki nóg. Ég ét andskotakornið ekki þessa ánægju. Þess vegna er ég eins og margir í minni stöðu að hugsa minn gang. Þetta gengur auðvitað ekki svona mikið lengur. Þið sem hafið fylgst með skrifum mínum og þekkið til í skólum þetta skólaárið hljótið að hafa tekið eftir því hversu slæmt ástandi er, verra hefur það varla verið síðan ég byrjaði að kenna. Því er maður alvarlega farin að hugsa um hvað sé hægt að gera í stöðunni. Ég get sem einstaklingur ákveðið að segja upp og fengið mér aðra vinnu, en ég get líka tekið þátt í aðgerðum ásamt öðrum kennurum til að knýja fram launabætur án þess þó að fara í verkfall. Ég auglýsi hér eftir samstöðu.
Lifið heil
Rósa hungraða
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Yfirkeyrsla
10.10.2007 | 20:41
Jæja þá eru tæpir 2 mánuðir búnar af þessu skólaári og fátt um fréttir af þeim vígstöðum. Skólahald er jú með eðlilegum hætti að sögn þeirra sem fjalla um og ráða þeim málum. Ég hef ekkert skrifað því þegar heim er komið er allt bensín búið, hugurinn tómur og fátt annað kemst að hjá mér en heitt bað, róleg tónlist og notalegt rúm. Þannig held ég að sé um marga kennara um þessar mundir. Þetta eðlilega ástand er þreytandi til lengdar og varla getur það talist eðlilegt. Allir sem vettlingi gátu valdi tóku að sér fleiri tíma og fleiri nemendur og eitthvað verður undan að láta. Það sem lætur undan er heilsa, bæði líkamleg og andleg hjá kennurum og bætast þá forföll ofan á aukatímana sem við samþykktum í upphafi skólaárs. Nemendur fara ekki varhluta af ástandinu og eru agamál fleiri þegar svona árar. Þá bætist við auka fundir með foreldrum þeirra barna sem eiga erfiða daga ásamt því að sækja kennarafundi, deildarfundi, teymisfundi, námsskrárfundi og öll þau námskeið sem við verðum eða óskum eftir að taka.
En þrátt fyrir þetta finnst mér gaman í vinnunni, ég held það sé vegna þess að ég veit aldrei hvað dagurinn ber í skauti sér og ég er innan um svo skemmtilegt fólk allan daginn.
Lifið heil
Rósa þreytta
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
MÓTVÆGISAÐGERÐIR
3.10.2007 | 18:48
Hvað er þetta með fjölmiðlamenn í dag. Þeir eru eins og litlir krakka sem fá nýtt leikfang eða eitthvað í þá áttina. Þeir eru búnir að læra nýtt orð mótvægisaðgerðir. Þeir nota það alla vega í tíma og ótíma. Það eru mótvægisaðgerðir á alla kanta og þetta er að verða hallærislegt. Þeir eru studdir rækilega af ráðamönnum þjóðarinnar sem komu þessu æði af stað. Nú er bara að bíða og sjá hverjar verða mótvægisaðgerðir launagreiðaenda kennara vegna álagst sem nú er viðloðandi í skólum landsins vegna manneklu sem rekja má til lágra launa.
lifið heil
Rósa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þorgerður Katrín taki flokksbróður sinn Björn til fyrirmyndar.
26.9.2007 | 23:56
Ég heyrði í fréttunum nú seinnipartinn að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hafi ákveðið að greiða öllum lögreglumönnum 30.000 á mánuði út samningstímann en af honum er eftir rúmt ár. Þetta er gert vegna aukins álags á lögreglumenn þar sem margir hafa sagt starfi sínu lausu. Nú er það þannig í grunnskólum hér í Reykjavík er álagið á starfandi kennara margfalt meira en venjulega vegna manneklu. Því ættu þau flokkfélagar Þorgerður Katrín og Vilhjálmur Vilhjálmsson að taka höndum saman og greiða kennurum 30.000 á mánuði út samningstímann.
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1293452
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Er ég rannsóknarefni??
12.9.2007 | 22:19
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sveigjanlegur kraftur Þorbjargar Helgu.
11.9.2007 | 19:35
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Er búið að leysa ráðningarmál í skólum og verður skólastarf með eðlilegum hætti í vetur?
22.8.2007 | 19:18
Það er lesendum blaðanna talið trú um að í dag þegar skólar voru settir þá væri næstum búið að ráða í allar stöður og því gætu allir verið bjartsýnir um farsælt skólastarf framundan. En er það svo. Nú vantar aðeins að manna um 2% stöðugilda sem eru 38 kennarar og þeir félagar Ragnar og Júlíus telja það ekki vandamál. Skólastarf verður því eðlilegt í vetur. En ég hef nú ekki mikla trúa á þessu og get heldur ekki verið sammála þeim félögum því þó að búið sé að manna stöður þá er það í mörgum tilfellum með innanhúsreddingum sem vart geta talist eðlilegt skólastarf né að gæði skólastarfs í heild verði eins og vænst er. Hvernig má það vera. Bekkjum hefur verið steypt saman, kennarar eru margir með mikla yfirvinnu, þ.e í mörgum tilfellum vinna þeir of mikið og það segir sig sjálft ef við tökum of mikið að okkur þá er ekki víst að orkan geri okkur kleyft að sinna öllu jafnvel, eitthvað verður undan að láta. Kennarar eru teknir úr öðrum störfum og settir í bekkjarkennslu og sú þjónusta sem þeir áttu að sinna er lögð á hilluna um stundarsakir. Þá er ég að tala um sérkennara sem settir eru í bekkjarkennslu, námsráðgjafa sem settir eru í bekkjarkennslu og aðra. Þessar stundarsakir geta svo varið í marga mánuði og á meðan er þeirra þjónusta bara ekki í boði. Sérgreinar eins og tónmennt og list- og verkgreinar eru felldar niður. Og í öðrum störfum eru leiðbeinendur. Þetta telja forsvarsmenn fræðslumála í Reykjavík vera fullmannaða skóla, vandinn sé leystur og að skólastarf verði eðlilegt. Ég get ekki verið sammála því. Hvað ætlar kennaraforystan að gera í málunum því ekki hefur heyrst mikið frá þeim. Þetta mun einnig hafa gífurleg áhrif á kjarabaráttuna sem við erum að sigla inn í því með of mikilli yfirvinnu þá hækka meðallaun kennara sem notuð eru til viðmiðunar.
Félag grunnskólakennara á Íslandi vakna þú nú af þyrnirósarsvefninum og láttu í þér heyra.
Lifið heil
Rósa reiða
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
stærri bekkir?
15.8.2007 | 23:40
Jæja þá eru kennarar komnir til starfa og línur teknar að skýrast í ráðningarmálum. Í mínum skóla vantar enn 4 kennara, ert þú á lausu? Ragnar Þorsteinsson fræðslustjóri var í viðtali í 6 fréttum á Rúv og taldi að þetta yrði ekkert vandamál. Þetta hefði oft verið svona og alltaf reddast. Óþarfi að hugsa um hvað ætti að gera ef ekki næðist að manna stöðurnar. Einnig var talað við Kristin Breiðfjörð skólastjóra Foldaskóla og sagði hann að enn ætti eftir að ráða í margar stöður í Reykjavík. Hann fékk svo þessa skemmtilegu spurningu hvað verður gert ef ekki tekst að ráða faglært fólk fyrir skólabyrjun. Jú reynt verður að ráða gott fólk með góða menntun. Ef það gengur heldur ekki þá verður að fá þá kennara sem fyrir eru í skólunum til að taka eftirvinnu og bæta ofan á þá vinnu sem þeir eru þegar með. Munar ekkert um það. Ef það gengur ekki upp þá má líka sameina bekki sem þýðir þetta : Í skóla einum eru þrír 7ára bekkir með 22 nemendum í hverjum. Það sem aðeins hafa verið ráðnir 2 kennarar þá setum við þessi 66 börn í 2 bekki sem gerir 33 börn í hvorum, það er jú ekkert þak á fjölda í bekkjum lengur er það. Síðan getum við sett auka stuðningsfulltrúa þarna inn það er að segja ef okkur tekst að manna þá stöðu. En þetta gengur ekki svona í 5. bekk þar getum við ekki sett bekkina svona saman heldur skiptum tímunum niður á alla þá kennara sem eru í götum. Það verða því 10 kennarar sem kenna það sem venjulega einn kennari sér um. Mundi ykkur finnast þetta góðir kostir fyrir ykkar börn ég bara spyr?
Lifið heil
Rósa raunamædda
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Enn af ráðningarmálum kennara
11.8.2007 | 11:18
Ég hef sérstakan áhuga á ráðningarmálum kennara þetta haustið því ég hrædd um að erfiðlega ganga að manna allar stöður í Reykjavík. Þessi frétt birtist í Fréttablaðinu í dag og á ég erfitt með að skilja hana. Ég er kannski enn ekki vöknuð. En útskýrið endilega.
Lifið heil
R
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ekki samkeppnishæf laun
8.8.2007 | 19:41
Ragnar Þorsteinsson fræðslustjóri Reykjavíkur vakti gleði og von í hjarta mínu fimmtudagskvöldið 2. ágúst s.l. þegar hann sagði það í seinni fréttatíma Sjónvarpsins að laun kennara væru ekki samkeppnishæf við það sem gerist í dag. Nú verður þetta skólaár notað til þess að skoða launin vel þar sem kjarasamningar verða lausir þegar kennslu lýkur í vor. Við höfum nú heyrt þetta áður að það eiga að nota tímann vel en ekki hefur það tekist. Það sem vakti hins vegar von hjá mér er að fræðslustjóri væri að tjá sig um þessi mál. Ekki man ég eftir að fyrrverandi fræðslustjórar hafi tjáð sig um þessi mál. Þannig að ef yfirmaður okkur lætur sig þessi mál varða er kannski meiri von en áður um að loksins takist að "leiðrétta" launamálin.
Bergþóra Valsdóttir framkvæmdarstjóri Samfok sagði þetta sama þegar hún var innt eftir því hvers vegna hún teldi að erfitt væri að ráða fólk hjá ÍTR, að laun þeirra sem sinntu þessum störfum væru ekki samkeppnisfær.
Júlíus Vífill formaður menntaráðs Reykjavíkur sagði í viðtali við stöð 2 í kvöld að fleiri kennara vantaði nú en áður og svo kom þetta " við viljum auðvitað gera vel við okkar kennara og fá þá aftur.......". Hann hefur auðvitað líka ætlað að segja og reyna að halda í þá sem enn eru í starfi.
Allir gera sér grein fyrir því hvar vandinn liggur en af hverju þá ekki að kippa þessu í lag hið snarasta?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)