Er búið að leysa ráðningarmál í skólum og verður skólastarf með eðlilegum hætti í vetur?

Það er lesendum blaðanna talið trú um að í dag þegar skólar voru settir þá væri næstum búið að ráða í allar stöður og því gætu allir verið bjartsýnir um farsælt skólastarf framundan.  En er það svo.  Nú vantar aðeins að manna um 2% stöðugilda sem eru 38 kennarar og þeir félagar Ragnar og Júlíus telja það ekki vandamál.  Skólastarf verður því eðlilegt í vetur. En ég hef nú ekki mikla trúa á þessu og get heldur ekki verið sammála þeim félögum því þó að búið sé að manna stöður þá er það í mörgum tilfellum með innanhúsreddingum sem vart geta talist eðlilegt skólastarf né að gæði skólastarfs í heild verði eins og vænst er.  Hvernig má það vera.  Bekkjum hefur verið steypt saman, kennarar eru margir með mikla yfirvinnu, þ.e í mörgum tilfellum vinna þeir of mikið og það segir sig sjálft ef við tökum of mikið að okkur þá er ekki víst að orkan geri okkur kleyft að sinna öllu jafnvel, eitthvað verður undan að láta.  Kennarar eru teknir úr öðrum störfum og settir í bekkjarkennslu og sú þjónusta sem þeir áttu að sinna er lögð á hilluna um stundarsakir.  Þá er ég að tala um sérkennara sem settir eru í bekkjarkennslu, námsráðgjafa sem settir eru í bekkjarkennslu og aðra.  Þessar stundarsakir geta svo varið í marga mánuði og á meðan er þeirra þjónusta bara ekki í boði.  Sérgreinar eins og tónmennt og list- og verkgreinar eru felldar niður. Og í öðrum störfum eru leiðbeinendur.  Þetta telja forsvarsmenn fræðslumála í Reykjavík vera fullmannaða skóla, vandinn sé leystur og að skólastarf verði eðlilegt.  Ég get ekki verið sammála því.  Hvað ætlar kennaraforystan að gera í málunum því ekki hefur heyrst mikið frá þeim.  Þetta mun einnig hafa gífurleg áhrif á kjarabaráttuna sem við erum að sigla inn í því með of mikilli yfirvinnu þá hækka meðallaun kennara sem notuð eru til viðmiðunar. 

Félag grunnskólakennara á Íslandi vakna þú nú af þyrnirósarsvefninum og láttu í þér heyra.

Lifið heil

Rósa reiða


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband