Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
Leiðréttir Júlíus?
27.2.2008 | 19:23
Júlíus Vífill formaður menntaráðs og áhugamaður um borgarstjóraembættið segir að leiðrétta þurfi laun kennara. Vonandi er Júlli þá liðsmaður góður í komandi kjarasamningum. Jú við viljum að laun okkar séu leiðrétt þannig að ekki verði nauðsynlegt að taka hækkanir okkur til handa inn í kaupahækkun. Þetta að leiðrétta laun kennara hef ég reyndar heyrt frá því að ég fór að kenna. Vonandi verður gengið frá því í eitt skipti fyrir öll. Þannig að í framtíðinni verði hægt að tala um almenna kauphækkun. En af hverju þarf að leiðrétta? Kennarar hafa dregist verulega aftur úr miðað við þær stéttir sem þeir voru áður samferða, á sama tíma hefur álagið á kennara margfaldast. Með auknum kröfum, dögum og tímum höfum við fengið aukakrónur sem hafa fallið undir kauphækkanir er voru það ekki í raun. Hver fær ekki meiri pening fyrir meiri vinnu? En það er annað sem Júlli er til í meira t.d að aðstoða við ímyndunarvinnu kennarastarfsins í samvinnu við kennarahreyfinguna. Já þar vantar góðan liðstyrk því sú herferð sem kennarahreyfingin hefur farið í undanfarið hefur litlu skilað. Þetta er hægt að gera þegar búið er að "leiðrétta" launin, fá inn í skólana fagmenntað fólk sem hefur virkilega áhuga á starfi sínu en er ekki endalaust með hugann við að betra væri nú að vinna annars staðar. Svo er spurning með gæðaeftirlitið. Er ekki gæðaeftirlit á mörgum vinnustöðum? Er mikið um þetta í skólastarfinu? Þá er ég að tala um gæðaeftirlit sem er markvisst og skilar árangri.
Lifið heil
Rósa bjartsýna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Að vinna fyrir sér
21.2.2008 | 22:01
Mér verður oft tíðrætt um launamál kennara og læt ekki staðar numið. Í dag hitti ég kennara sem hefur starfað sem við kennslu í 20 ár. Hún er fræbær kennari, mikil fagmanneskja, ósérhlífin, dugleg, hjálpsöm og svona get ég lengi talið. Við ræddum um launamál. Hvað við værum með í laun og hve vinnuframlagið væri mikið. Þá sagði hún setningu sem situr í mér. Þetta var eitthvað á þessa leið. "Ég hef nú ekkert verið að pæla mikið í hærri launum ég hef alltaf haft ágæta fyrirvinnu". Mér brá og þetta kom mér á óvart en eflaust hef ég eitthvað misskilið hana. En er ekki þarna sem hundurinn liggur grafinn? Er þetta ekki einmitt ástæðan fyrir því að launin eru ekki hærri, "kennslukonur" hafa haft of góðar fyrirvinnur. Ég er fyrirvinna, sama hve stór fjölskylda mín er, hverjum ég bý með ef einhverjum, mitt starf er vinnan mín sem ég er svo heppin að hafa gaman af, ekki áhugamál.
Lifið heil
Rósa fyrirvinna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Ég er bara fimm ára....
18.2.2008 | 18:39
Sjálfstæðismenn lögðu 2. nóvember sl. fram tillögu í borgarstjórn þess efnis að komið verði á fót fimm ára deildum við grunnskóla í Reykjavík . Menntaráð og leikskólaráð Reykjavíkur hafa nú samþykkt að kannaðir verði möguleikar á að stofna fimm ára deildir við fjóra grunnskóla borgarinnar í haust. Ég hef oft verið þeirrar skoðunar að færa megi skólastarfið niður en nú er ég efins. Mikið og gott starf hefur verið unnið í leikskólum undanfarið og mikil þróun í gangi. Fræðimenn eru sammála um að ungum börnum henti best að læra í leik og skapandi starfi, en leikskólar skipuleggi lærdómsumhverfi barna út frá þeirri hugmyndafræði. Í könnun á meðal foreldra hefur komið í ljós að þeir eru ánægðir með leikskólana. Ef bæta á við einum árgangi í skólana þarf margt að koma til og tel ég að nokkra mánaða vinna sé ekki nógur undirbúningur fyrir þetta stóra skref. Við vitum að í skólanum er of mikið lagt upp úr bóklegu námi og áherslur í þá veru of miklar hjá mörgum sem stunda nú nám í 1. bekk. Hvernig verður það í 5 ára bekk? Eru úrræði í heilsdagsvistun nógu góð í dag miðað við þann fjölda sem þarf á þeirri þjónustu að halda að við getum bætt við heilum árgangi. Eru biðlistar tæmdir í heilsdagsskólum þannig að ekkert mál er að bæta við 20 - 40 nemendum í þá vistun? Margar spurningar vakni og eflaust á eftir að svara þeim öllum áður en þetta verður endanlega ákveðið en vonandi verður leitað svara hjá þeim sem vinna í þessu umhverfi, kennara, skólastjórnendur bæði í leik- og grunnskóla og ekki síst foreldra. Og þar sem ekki er lagaleg heimild fyrir þessu verður þetta þá framkvæmanlegt í nafni tilraunastarfs?
Lifið heil
Rósa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Framtíðarsýn fyrir grunnskóla í......
14.2.2008 | 00:04
Það er gaman að lesa fundargerðir menntaráðs og fylgjast með því sem þar er rætt. Síðasta mánudag var fundargerðin sérstaklega áhugaverð. Þar er sagt frá framtíðarsýn fyrir skóla í Úlfarsárdal og hljómar hún vel. Þeir áhersluþættir sem skólarnir eru hvattir til að móta sína sérstöðu með eru:
- Listir og lýðheilsa
- Náttúra og umhverfi
- Læsi, lesskilningur og bókmenntir
Þá verða mannréttindi, mannauður og virðing ríkjandi í starfi skólanna, skóladagurinn samþættur og leitast verður við að skapa samfellu í skóla og tómstundum. Þetta boðar nýja og spennandi tíma í skólastarfi borgarinnar ekki síst ef markmiðum um samfellu í starfsdegi nemenda tekst. Nýir tímar fram undan með háleitum markmiðum og tekur mið af því þjóðfélagi sem við búum við í dag og ekki síst samstaða hjá þeim sem standa að málum. Allt gott og blessað ef gott fólks fæst til þess að hrinda þessum háleitum og framsæknum markmiðum í gagnið. Til þess þarf að efla stöðu kennara, bæta virðingu þeirra og hækka launin. Kom í veg fyrir þann flótta sem nú er yfirvofandi Þetta kom einnig fram á fundinum og telur Júlíus Vífill helsti vandi skólanna vera lág laun kennara, hann bindur vonir við að komandi kjarasamningar muni leysa þessi mál!!! Ég geri það líka.
Lifið heil
Rósa rólega
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hugsjón eða heimska
12.2.2008 | 23:15
Hvað er það sem rekur mig og aðra kennara fram úr á morgnanna? Hvað er það sem gerir það að verkum að við mætum aftur og aftur á hverju hausti með bros á vör og tilbúin í átök vetrarins? Hvað er það sem fær mann til að setjast niður á kvöldin og reyna að finna eitthvað skemmtilegt til að gera í fyrramálið? Er það hugsjónin ein, er það skyldurækni eða er þetta heimska? Þegar stórt er spurt þá er fátt um svör en annað brennur heitar á mér þessa dagana. Hvað er það sem fær kennara með stuttan starfsaldur til að skila inn uppsagnarbréfum þessa dagana, hvað er það sem gerir kennara með reynslu útbrennda fyrir aldur fram? Margir af þeim góðu kennurum sem ég þekki eru að íhuga breytingar vegna lélegra launa og álags í starfi. Sá starfsvettvangur sem við höfum búið við í vetur er slæmur og kennarar eru að hrökklast í burtu, þeir geta ekki meira. Það verður einhver að vakna til vitundar um að ástandið í skólum er ekki gott. Launin of lág, álagið of mikið og verður meira þegar áhyggjur skólastjórnenda af mannaráðningum bætast ofan á allt sem fyrir er. Hvernig verður ástandið þar sem endurnýjun er mikil á hverju ári.
Lifið heil
Rósa raunamædda
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Öskudagur
7.2.2008 | 23:47
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Júlíus Vífill
6.2.2008 | 18:09
Þá er Júlíus Vífill kominn aftur til starfa í menntamálum borgarinnar eftir nokkuð frí. Eldhress og fullur af eldmóði. Vil ég óska honum góðs gengis í starfi. Hann setti Öskudagsráðstefnu reykvískra kennara og fluttu okkur gleðifréttir. Sagði að á morgun fimmtudag yrði lagt fram í borgarráði tillaga um aukið framlag til skóla borgarinnar til að greiða fyrir álag og sérverkefni. Þetta hljómar vel í byrjun og er ég spennt að vita hvað þetta inniheldur. Síðasta dúsa var um það bil 5000 kr að ógleymdu sundkorti frá Degi.
Lifið heil
Rósa bjartsýna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Kennarar þurfa hærri laun
4.2.2008 | 20:45
Segir hæstvirtur menntamálaráðherra Þorgerður Katrín. Ég er henni sammála og er er viss um að það eru fleiri. Gott að vita að hún fylgir okkur að þessu sinni þegar við erum að fara sigla inn í harða kjarabaráttu. Í síðasta verkfalli sagði hún í sjóvarpsviðtali að henni kæmi okkar barátta ekki við. En nú er viðsnúningur og býð ég hana velkomna í hópinn. Eins og Þorgerður segir hafa kennarar dregist aftur úr öðrum stéttum í launum og það þarf að leiðrétta. En eitthvað hangir annað á spýtunni og því þurfum við kennarar að vera varkárir og passa að láta ekki snuða okkur eina ferðina enn. Ég ætla að lesa betur yfir þetta fína frumvarp og skoða hvað í því felst ekki eingöngu fyrir nemendur heldur ekki síður fyrir okkur sem störfum í skólanum. Eitt af því sem þar kemur fram er að lengja skólann um 10 kennsludaga, jú þá er hægt að borga okkur hærri laun en hver fær ekki hærri laun fyrir að vinna meira. Í síðustu kjarasamningum höfum við skipt úr nokkrum krónum fyrir meiri vinna, sem ég tel nú ekki vera kjarabót og þurfum við að standa vörð um það sem eftir er.
Þorgerður telur nauðsynlegt að hækka laun kennara til að fá gott fólk inn í skólana og vonandi finnst henni einnig ágætt að halda í það ágæta fólk sem enn er að störfum þar. Eins og margir vita er í frumvarpinu ákvæði um aukna menntun kennara og er það gott en í ljósi lélegra launa verður enn erfiðara að manna stöður ef ekki er hægt að bjóða hærri laun en nú er eftir að hafa menntað sig í 5 ár. Nógu erfitt er ástandið núna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Gættu hugsana þinna......
1.2.2008 | 16:46
Hugleiðing í lok vikunnar
- Gættu hugsana þinna, þær verða orð þín.
- Gættu orða þinna, þau verða gerðir þína.
- Gættu gerða þinna, þær verða vani þinn.
- Gættu vana þíns, hann verður persónuleiki þinn.
- Gættu persónuleika þíns, hann verður örlög þín.
(Frank Outlaw)
Góða helgi
Rósa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)