Júlíus Vífill

Þá er Júlíus Vífill kominn aftur til starfa í menntamálum borgarinnar eftir nokkuð frí. Eldhress og fullur af eldmóði.  Vil ég óska honum góðs gengis í starfi.  Hann setti Öskudagsráðstefnu reykvískra kennara og fluttu okkur gleðifréttir.  Sagði að á morgun fimmtudag yrði lagt fram í borgarráði tillaga um aukið framlag til skóla borgarinnar til að greiða fyrir álag og sérverkefni.  Þetta hljómar vel í byrjun og er ég spennt að vita hvað þetta inniheldur.  Síðasta dúsa var um  það bil 5000 kr að ógleymdu sundkorti frá Degi.

Lifið heil

Rósa bjartsýna 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðst fyrir hönd rvk. kennara. Launamunurinn innan FG er að verða ansi mikill.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 20:03

2 Smámynd: Þorgerður Laufey Diðriksdóttir

hvað skal segja.

góðar fréttir!

Mannauðsaðgerðir fyrrum meirihluta fólust í því að settar voru 200 milljónir í pott sem áttu að fara út til sviðanna; leikskóla - grunnskóla - íþrótta og tómstunda og velferðasviðs. 20 milljónir fóru út fyrir áramót og voru greidd sem eingreiðsla til allra starfsmanna sviðanna.

Eftir áramót átti að greiða út 180 milljónir. Nokkur slagur hefur verið á milli sviða hvernig eigi að skipa þessum peningum á milli þannig að þeir ´komi til greiðslu þar sem álagið er mest.

núna eru þeir búnir að komast að niðurstöðu:

álagið er mikið í grunnskólanum.

kennarar eru að hverfa til annarra starfa. t..d til leikskólanna

það var flott að tilkynna þetta á öskudagsráðstefnunni.

700 kennarar fara heim fullir bjartsýni um að á þá hafi verið hlustað.

húrra fyrir pylsugerðarmanninum

Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, 7.2.2008 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband