Jón bráðum allur

 

Eftir fundinn á fimmtudaginn var farið í kynnisferð um sveitir Fundao.  Upp í rútu fórum við eftir vondan hádegismat og keyrðum um.  Veðrið var gott og sólin skein.  Við skoðuðum kirkjur og kastala.  Við fórum einnig í að styttu ......... sem var landkönnuður og fann Brasilíu.  Það fannst mér sérlega gaman.  Í lok ferðarinnar var farið í súpermarkað til þess að kaupa okkur osta og púrtvín.  Þegar við komum aftur á hótelið var klukkan um 7 og við höfðum hvorki fengið vott né þurrt allan daginn.  En við áttum að mæta í kvöldverð um hálf átta.  Í þetta sinn var farið með okkur í næsta þorp á lítið veitingarhús í heimahúsi.  Við biðum spenntar eftir matnum og hvað haldið þið að við höfum fengið að borða.  Jú saltfiskur var það með kartöflum og hvítri sósu.  Nema Jóhanna hefðardama hún fékk svínasteik.  Eftir matinn kom þorpsbandið og lék fyrir okkur mörg hress lög sem flest voru eins,  við dönsuðum til  11 og fórum þá heim í háttinn, erfiður dagur  framundan.

 

Föstudagurinn 21. Nóvember

Við byrjuðum á fundi um verkefnið.  Fórum yfir hvað væri fram undan og það var margt sem kom okkur á óvart.  Þau voru með nokkuð aðrar hugmyndir en við og margir hverjir voru illa skipulaðir.  Við höfðum gert allt sem átti að gera og ég held að við höfum skilið of mikið.  En okkur fannst þetta ganga allt svo hægt.  Við viljum alltaf gera hlutina strax og klára en þau voru ekki á sama máli.  Sumir sögðu ekkert og veit ekki hvort þau hafa skilið nokkuð.  Gaman verður að sjá þessa útkomu.  Ítalirnir voru með svipaðan skilning á þessu og við. Sú sem stjórnar þessum fundi var ekki búin að hugsa vel um hvernig þetta ætti að vera.  Við unnum saman í orðalistanum og það urðu heitar umræður.  Sum orð var ekki hægt að setja inn því hin löndin áttu ekki orð yfir þau eins og t.d jökull og systkin. Þetta var bara fyndið því þarna voru töluð mörg tungumál og maður var alveg ruglaður.  Bettý sú ítalska vildi gera þetta á annan hátt en sú sem stjórnaði og að ítölskum sið gaf hún sig ekki, reifst og skammaðist  bæði á ensku og ítölsku.  Sá ungi tyrkneski reyndi að hjálpa til og allt fór til andskotans.  Vitið þið kannski hvað boar þýðir?  Þetta var svolítið erfitt þar sem nemendur sem eiga að vinna þetta eru á mjög misjöfnum aldri.  Allt frá 5 ára til til 15 ára.  Sú ítalska vildi tengja orðalistann við hefðir í hverju landi en ekki bara orð út í bláinn.  Hún vildi fara mun dýpra í verkefnið sem ég skildi mjög vel þar sem hún kennir 15 ára nemendum.  Og vegna þess að við vorum komin alla leið til Fundao til að ræða það um það hvort við settum mjólk eða kött á orðalistann.  Ítalir eru yndislegir, þeir er ákafir, blóðheitir og málefnalegir. Hendurnar óspart notaðar og á tímabili átti ég von á handalögmáli. Eistneski skólastjórinn var svo sú sem skakkaði leikinn, stoppaði þá ítölsku og sá tyrkneski kom með málamyndun. Listanum var úthlutað og Jóhönnu var slétt sama um hvað við fengjum því hún sagði að börn gætu teiknað allt.  Svo við fengum tíma og manneskjur.

Meira seinna því nú erum við gjörsamlega uppgefnar og þó ég eigi eftir að skrifa restina af deginum þá hef ég ekki neinn tíma.

LIfið heil Rósa

Picture 113


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heilar og sælar mínar kæru, það er greinilega fjör í suðrinu hjá ykkur og nóg að gera bæði í verkefnavinnu og skoðunarferðum.  Það var gaman að skoða myndirnar, vonandi getið þið slakað aðeins á í Lissabon áður en þið komið heim í snjóinn. 

kærar kveðjur

Svanhildur

Svanhildur M Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 08:42

2 Smámynd: Kristín Erlingsdóttir

Heil og sæl Rósa, velkomin heim.

Mikið ans.... var gaman að frétta af honum Jóni, hann hefur þó vonandi verið þægur við ykkur greyið atarna. Þið hafið greinilega upplifað bæði súrt og sætt í ferðinni og  gaman að fylgjast með blogginu frá þér, þú ert alveg ódrepandi, það sé ég  sisona

Bkv. Kristín 

Kristín Erlingsdóttir, 23.11.2008 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband