Meira af Jóni

 

Jæja þá ætla ég að segja ykkur aðeins frá þessari skemmtilegu ferð.  Héðan frá Portúgal er allt gott að frétta.  Við höfum kynnst mörgum skemmtilegum kennurum frá Portúgal, Ítalíu, Litháen, Eistlandi og ekki síst frá Tyrklandi.  Mest allur tími okkur fer í að bíða, bíða eftir hinu og þessu.  En oft höfum við þurft að bíða eftir Tyrkjunum því þeir þurfa að biðja nokkrum sinnum á dag og þá er allt sett á hold.  Skólinn sem við erum í samstafi við hér í Fundao er fyrir börn á aldrinum 10 til 15 ára, síðan tekur leikskólinn þátt í þessu líka og þar eru börn á aldrinum 3 til 6 ára.  Þegar ég skrifa þetta er ég stödd á fundi þar sem við eigum að kynna skólana okkar.  Það sem kemur okkur mest á óvart er hve margir tala ekki ensku.  Hér eru nokkrir í þessu verkefni sem eru algjörlega ótalandi á ensku.  Fyrir þá sem ekki þekkja þetta verkefni þá áttum við að koma með 5 brúður að heiman.  Brúðustrákinn Jón sem ætlar að ferðast um Evrópu og hitta nýja vini.  Við létum nemendur í 6. Og 7. Bekk búa til þessar brúður  sem við ætlum að gefa þessum þátttakendum.  Einhverjir hafa misskilið leiðbeiningar stjórnandans og vildu ekki gefa okkur eða komu aðeins með eina.  Það voru bara við og stjórnandinn sem gáfum brúður.

Það er margt sem kemur á óvart í þessum kynningum hinna.  Nú er sá Tyrkneski að kynna og hann er enskukennari við einkaskóla.  Skólinn er svakalega vel búinn, þetta er eins og 5 stjörnu hótel enda virðast þeir geta hækkað skólagjöld eftir þörfum. Skólagjöldin eru rúmlega 500.000 á ári sem er mikið miðað við að kennarinn er með 140.000 á mánuði miðað við núverandi gengi evrunnar.  Þeir eru alltaf með 4 til 5 nemendur sem eru á skólastyrk og koma frá fátækum heimilum.  Þeir eru með dýragarð í skólanum með fjölda dýra.  Þeir enduðu kynninguna sína á því að gefa okkur gjafir eins og fána og gúmmelaði. 

Eins og ég sagði hér að framan áttum við að koma með kynningu um  skólann okkar, glærukynningu.  Einhverjir hinna misskildu þetta og hér sitjum við á landkynningum.  Við gerðum auðvitað eins og okkur var sagt og gerðum einfalda skólakynningu.  Við vitum hvað margir búa í Tyrklandi, hvernig skólinn þróaðist í Eistlandi og hvernig grænar grundir Litháen  eru.

Það sem kom okkur á óvart  hjá þeim frá Litháen var að í skólanum þeirra eru starfrækt brúðuleikhús og hefur verið það í 11 ár.  Þau taka þátt í samkeppnum og sýna víða. Kennararnir í skólanum sjá um lengda viðveru og þar eru starfræktir margir klúbbar. 

Ítalirnir eru yndislegir, lifandi og tala með öllum líkamanum.  Þeir kenna í gagnfræðaskóla í miðborg Flórens í gömlu hús frá nítjándu öld.  Brúðurnar þeirra voru bara tuskudúkkur sem þau vildu ekki gefa okkur hinum.  Mikið er lagt upp úr bóklegu námi og verkgreinar ekki hátt skrifaðar sem kom mér á óvart.

Í þessum Portúgalska skóla eru haldnar, lestrarkeppnir, ritgerðarkeppnir, tungumálakeppnir, stafsetningarkeppni.  Þeir eru með einn bekk fyrir fatlaða nemendur sem við áttum að fá að heimsækja en ekki vannst tími til þess.  Þau bökuðu hins vegar pönnukökur fyrir okkur en þau eru þau einu í skólanum sem fá að fara í heimilisfræði.

Í kaffitímanum gátum við smakkað á litlum kökum frá Portúgal, Tyrkirnir komu með hnetur og hlaup, Litháen kom með líkjör við vorum svo heppnar að hafa keypt nokkrar litlar Brennivínsflöskur og settum þær á borið og vöktu þær mikla lukku.

 

Meira á morgun

Lifið heil

Rósa Picture 099


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heilar og sælar, mikið er gaman að heyra frá ykkur og gott að vita að þið séuð í góðum málum með Jóni og vinum hans.  Fróðlegt að heyra hvað menning þessara þjóða er mismunandi bara af þessum pistli.

kærar kveðjur frá öllum í Korpuskóla

Svanhildur

Svanhildur María Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 19:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband