Guðrún Ósvífursdóttir
19.6.2008 | 11:29
Til hamingju með daginn konur. Í tilefni af deginum ákvað ég að athuga í Íslendingabók hvort einhver merk kona hafi verið formóðir mín eða skyld mér. Í fljótu bragði datt mér fjögur nöfn í hug, Vigdís Finnboga en ekkert erum við skyldar svo ég ákvað að seilast lengra aftur í tímann. Þá komu upp nöfnin Auður djúpúgða Ketilsdóttir, Hallgerður Langbrók og Guðrún Ósvífursdóttir sem ég hef alltaf haldið svolítið upp. Hún er ein af stórbrotnustu persónum Íslendingasagnanna,kvenna vænst og allt það. Auðvitað er nú formóðir mín. Gellir sonur hennar og Þorkels Eyjólfssonar var langalangalanga.........afi minn. En ég er að hugsa um að hringja í Þorkel því þeir eru svo framsýnir þarna hjá Íslendingabók að þeir bjóða upp á símanúmer. Það er eitt og annað sem mig langar til að vita. En svona lítur þetta út:
|
Ég læt ykkur vita ef ég næ sambandi
Lifið heil
Rósa
Athugasemdir
Þetta er skemmtilegt að skoða - sérstaklega fyrir mann sjálfan með sinn legg!
Til hamingju með Kvenréttindadaginn!
Edda Agnarsdóttir, 19.6.2008 kl. 14:52
Til hamingju með daginn kona.
Það er ekki amalegt að geta talið sig til stórmenna.
Kveðjur Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.6.2008 kl. 17:31
Takk fyrri sömuleiðis. Það er ekki slæmt að vera komin af svo merkilegri konu.
Rósa Harðardóttir, 19.6.2008 kl. 17:55
Ég ákvað að skoða hvort ég vri skyld þessari merku konu líka og viti menn það eru ekki "nema" 26 ættliðir á milli okkar. ....en það er bein lína svo ég get líka verið montin af upprunanum
Anna Þóra Jónsdóttir, 25.6.2008 kl. 13:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.