Of snemmt að fagna
28.4.2008 | 17:55
Gott að skrifað var undir án láta en ég held að of snemmt sé að fagna. Fréttaflutningur frá þessu er á þann veg að búið sé að samþykkja samninga. Ég á eftir að sjá að kennarar geri það. Verðbólguspáin er há og hvað erum við þá að fá út úr þessu? Síðan má ekki gleymi því að stór hluti kennarastéttarinnar er yfir fertugt og hvað er sá hópur að fá? Það er sá hópur sem vegur mest í atkvæðagreiðslu en ekki í launum að þessu sinni, frekar en svo oft áður. Þótt ég sé rúmlega fertug átti ég eftir að fá eina aldurtengda hækkun nú dettur hún út. Verið er að jafna laun ungra kennara, eflaust til að halda þeim inni og til að lokka nýja að en hver lætur lokkast af 210.000 króna mánaðarlaunum. Byrjendur í kennslu fá þau laun og hækka upp í 265.000 á samningstímanum. Þetta lokkar nú ekki marga, haldið þið það? Þess vegna skulum við ekki fagna og snemma og sjá hvað hvað kennarar segja. Ég hef tekið ákvörðun.
Lifið heil
Rósa, ekki rík í bráð
Laun grunnskólakennara hækka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er alveg hjartanlega sammála þér Rósa, þetta eru engar kröfur að mínu mati. Það á að hækka laun okkar verulega að þessu sinni.
Hlíf Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 18:17
Þá veit maður hvað er á náttborði flestra ef ekki allra kennara þessa stundina. Þetta er svolítið loðið allt saman. Vonandi er þín ákvörðun skinsamlega Rósa.
Steinunn Þórisdóttir, 28.4.2008 kl. 21:07
Ég reyni að taka skynsamlegar ákvarðanir og auðvitað þurfa allir að máta sig inn í þennan samning og greiða svo atkvæði eftir því.
Rósa Harðardóttir, 28.4.2008 kl. 21:27
Vildi bara benda þér á það Rósa að ef þú ert yfir fertugu og ekki orðin fjörutíu og fimm þá dettur aldurstengda hækkunin ekki út, heldur kemur hún fyrr. Þú ss. græðir á því. Á samningstímanum, eða réttara fyrstu sjö mánuðunum færð þú því launa hækkun sem nemur ekki minna en fimmtíuþúsnd krónum það þúðir um átján til tuttugu prósent á árinu. Svo má alltaf deila hvort það sé nóg. Síðasti samningur sem var þrjú ár gaf um nítján prósent.
Hreiðar (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 21:28
Takk fyrir þetta Hreiðar, þarf að skoða þetta aðeins betur. þetta voru þær upplýsingar sem ég fékk í hendur. Þá er bara spurning hvort það dugar.
Rósa Harðardóttir, 28.4.2008 kl. 21:33
Þetta er auðvitað ágætis hækkun ....... á einu ári .......en launin voru hryllilega lág fyrir þannig að eðlilegt er að kennarar hugsi málið vel. Ég er reyndar deildarstjóri og því í SÍ og við erum ekki búin að semja. Held reyndar að þetta sé ekki alveg rétt hjá Hreiðari, kennari sem er búinn að kenna í 15 ár er kominn með 3 launaflokka sbr:
1.3.5 Viðbótarlaunaflokkar vegna kennsluferils eða lífaldursVegna ákvæða um endur- og símenntun kennara hækkar röðun allra starfsheitavegna námskeiða/endurmenntunar sem hér segir: Um einn launaflokk eftir 5 árakennsluferil, annan eftir 10 ára kennsluferil og þann þriðja eftir 15 ára kennsluferil.Þrátt fyrir ofangreint skal miða launaflokkahækkanir vegna símenntunar hjákennurum sem nú eru í starfi við eftirfarandi reglu: Einn launaflokkur við 35 áraaldur, annar við 40 ára aldur og þriðji við 45 ára aldur. Heimilt er kennara sem núer í starfi að velja að miða við kennsluferil skv. 1. mgr.Samtals gefur greinin þrjá launaflokka.Ég náði þessu t.d. fyrir fertugt.
En hugsum málið vel áður en við krossum við jáið.................. eða neiið
Eysteinn Þór Kristinsson, 29.4.2008 kl. 09:42
Þetta er alveg rétt hjá Hreiðari. Það má ekki blanda saman viðbótarlaunaflokkunum og aldursþrepunum. Þeir sem eru ekki orðnir 45 ára hækka 1. ágúst upp um aldursþrep, sem annars hefði gerst við 45 ára aldurinn. Viðbótarlaunaflokkarnir eru annað, t.d. býst ég við að Rósa sé nú þegar komin með alla þrjá flokkana vegna 15 ára starfsaldurs (þó ég viti það auðvitað ekki fyrir víst). Við verðum líka að athuga hvort það er betra fyrir okkur að vera samningslaus í þessu árferði óðaverðbólgu og fá ekkert á meðan laun okkar rýrna og rýrna. Þessi stutti samningstími gerir það að verkum að við fáum fljótt tækifæri aftur til að leiðrétta laun okkar enn frekar. Þessi samningur er bara fyrsta skrefið og ekki gleyma þeim fyrirheitum um áframhaldandi gott samstarf aðila sem bundið er í samninginn nú.
Örn Arnarson, 29.4.2008 kl. 15:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.