Mammamamma

Fór á skemmtilega leiksýningu í gær, sem ég get mælt með.  Bauð dóttur minni með mér að sjá Mammamamma í Hafnarfjarðarleikhúsinu.  Bara skemmtileg, ekkert væmin og nokkuð sönn.  Það var tekið á þeim þáttum sem kona upplifir við það að ganga með barn, fæða það og ala á alla máta.  Þetta var einvala lið leikkvenna, Þórey Sigþórs og María Ellingsen, gamlir Árbæingar, frænkan Magnea Björk og Birgitta Birgis. Umgjörðin var heimilislegt, við fengum púða og ullarsokka til að okkur liði sem best og í lok sýningar var boðið upp á pönnsur.  Mæli með þessari sýningu fyrir allar mæður,konur, dætur..... Það voru tveir karlar sem sátu á næsta bekk og þegar það kom smá þögn í sýninguna snéri annar sér að hinum og sagði "skilur þú eitthvað í þessu? og hristi hausinn. Það ætti kannski að draga þá með svo þeir skilji þetta betur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarf greinilega að gera mér ferð í Fjörðinn. Hér er Dobbeldush og Kalli Tomm hjá mér í kvöld. gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 17:28

2 identicon

Gaman að þér fannst gaman  Það er svo mikið til í þessari sýningu, svo mikið og segir manni svo margt um lífið.

Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband