Mótmæli

Mér hefur alltaf þótt Hjálmar Sveinsson rithöfundur og fjölmiðlamaður notalegur, þekki hann ekkert, hef aldrei hitt hann en finnst gott að hlusta á hann.  Ég hlustaði á hann á leiðinni heim úr vinnu í dag og ekki var það verra.  Hann fékk auka prik.  Hann var í viðtali á síðdegisútvarpi Rásar 2 og verið var að ræða mótmæli.  Hann gaf ekki mikið fyrir þessi mótmæli í bílstjórum og fannst þeir geta fengið sér minni jeppa.  En hann velti því fyrir sér hvað Íslendingar væru einkennilegir mótmælendur.  Hér á landi er matarverð hærri en í öðrum löndum og enginn mótmælir, við verslum bara meira.  Og kennaraverkfallið stóð í margar vikur og foreldrar og aðrir landsmenn mótmæltu lítið  heldur reyndu bara að redda málunum.  Hvort er nú mikilvægara að geta keypt ódýrara bensín á fína jeppann eða að geta sent barnið þitt í skólann þar sem það fær sómasamlega kennslu hjá ánægðum kennurum og þegar það kemur heim fær að eitthvað gott og hollt að borða. Áherslur hjá okkur er kolrangar. Af hverju tóku landsmenn ekki þátt í baráttu grunnskólakennara og mótmæltu hressilega.  Af hverju mótmælum við ekki háu matarverði?

Lifið heil

Rósa  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Þóra Jónsdóttir

Svo sammála þér og Hjálmari. Var einmitt að velta fyrir mér látunum í kringum bensínið um daginn. Þegar öllum þótti sjálfsagt að sitja fastir á Miklubrautinni til að mótmæla háu bensínverði en þeir hinir sömu þegja þunni hljóði yfir matarverði og launum fólksins sem á að kenna börnunum þeirra. Verð að segja að mig langaði ekkert til að styðja þá. Kannski er ég bara ennþá pínu sár frá því í verkfallinu hér um árið..

Anna Þóra Jónsdóttir, 3.4.2008 kl. 18:40

2 identicon

Komst að svipaðri niðurstöðu.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband