Kennarar þurfa hærri laun

Segir hæstvirtur menntamálaráðherra Þorgerður Katrín. Ég er henni sammála og er er viss um að það eru fleiri. Gott að vita að hún fylgir okkur að þessu sinni þegar við erum að fara sigla inn í harða kjarabaráttu. Í síðasta verkfalli sagði hún í sjóvarpsviðtali að henni kæmi okkar barátta ekki við. En nú er viðsnúningur og  býð ég hana velkomna í hópinn. Eins og Þorgerður segir hafa kennarar  dregist aftur úr öðrum stéttum í launum  og það þarf að leiðrétta. En eitthvað hangir annað á spýtunni og því þurfum við kennarar að vera varkárir og passa að láta ekki snuða okkur eina ferðina enn.  Ég ætla að lesa betur yfir þetta fína frumvarp og skoða hvað í því felst ekki eingöngu fyrir nemendur heldur ekki síður fyrir okkur sem störfum í skólanum.  Eitt af því sem þar kemur fram er að lengja skólann um 10 kennsludaga, jú þá er hægt að borga okkur hærri laun en hver fær ekki hærri laun fyrir að vinna meira. Í síðustu kjarasamningum höfum við skipt úr nokkrum krónum fyrir meiri vinna, sem ég tel nú ekki vera kjarabót og þurfum við að standa vörð um það sem eftir er.
Þorgerður telur nauðsynlegt að hækka laun kennara til að fá gott fólk inn í skólana og vonandi finnst henni einnig ágætt að halda  í það ágæta fólk sem enn er að störfum þar. Eins og margir vita er í frumvarpinu ákvæði um aukna menntun kennara og er það gott en í ljósi lélegra launa verður enn erfiðara að manna stöður ef ekki er hægt að bjóða hærri laun en nú er eftir að hafa menntað sig í 5 ár. Nógu erfitt er ástandið núna. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér Rósa!  Það verður spennandi að sjá hvað kennurum verður boðið uppá í næstu kjaraviðræðum!!!

Heiða (fyrrum Korpukennari!) (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 20:01

2 Smámynd: Sigrún Óskars

Það væri óskandi að ráðherra meinti þetta í alvöru og stæði með kennurum þegar á hólminn er komið. Baráttukveðjur. 

Sigrún Óskars, 5.2.2008 kl. 22:38

3 identicon

Held í vonina en ekki efndir. kv gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband