Er hrós málið?

Margir kennarar eru að sligast undan agaleysi í íslenskum börnum.  Margir ganga svo langt að segja að þetta sé illa uppalið allt saman.  Þeir eiga allir góð börn sjálfir.  Þegar þeir fara svo í skólaheimsóknir til annarra landa þá tala þeir um hvað allir þar hafi verið stilltir og prúðir að það væri nú munur að kenna svona börnum.  Þetta eru þreyttir kennarar sem vinna of mikið, álagið úr hófi og launin of lág.  En skólinn endurspeglar þjóðfélagið, það eru agalaust þá er ekki von á öðru í skólanum eða hvað.  En hrósum við nógu mikið.  Ég held ekki.  Getum við ekki tekið okkur á í þeim efnum.  Hrósað nemendum okkar í skólanum fyrir einfalda og sjálfsagða hluti.  Fundið eitthvað jákvætt við þau sem sjaldan fá hrós frekar last.  Allir hafa jú eitthvað til brunns að bera er það ekki.  Ef við hugsum um þetta er ég viss um að það kemur okkur á óvart hvað það er margt gott í hverjum einstaklingi.  En við megum ekki gleyma að hrósa samferðarfólki okkar, vinnufélögum og fjölskyldumeðlimum, mikið svakalega er þetta flott peysa sem þú ert í Ingibjörg mín og voðalega bakar þú alltaf góðar kökur Þórdís.  Ameríkanar gera þetta daginn út og inn og krakkarnir þar eru allir stilltir í skólanum eða svo er okkur sagt. :-) Ert þú búin að hrósa einhverjum í dag? Þegar þú stendur upp eftir að hafa lesið þetta hrósaðu fyrstu manneskunni sem þú hittir og reyndu að hrósa 10 sinnum á dag.  Láttu mig vita hvernig gengur. Þér á eftir að líða betur og þeim í kringum þig enn betur.

Lifið heil

Rósa hrósa 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður pistill Rósa. Þyrfti að sjást víðar.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 11:52

2 identicon

Heil og sæl mín kæra og takk fyrir þessa ábendingu, set loksins inn athugasemd hjá þér en pistlarnir þínir eru afar góðir og beinskeyttir, haltu því áfram

sólarkveðjur frá Torrox

Svanhildur

Svanhildur M Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 18:38

3 Smámynd: Rósa Harðardóttir

Takk fyrir þetta Svana og Gísli.  Gott að heyra að einhver er að lesa þetta.

Svana hafðu það sem best á Spáni.  Alltaf gaman að heyra frá þér.

kv

Rósa Harðardóttir, 30.1.2008 kl. 19:01

4 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

þú átt mitt hrós í dag, en líttu á fyrirlesturinn hennar Sigríðar sem ég er með slóð inn á blogginu mínu (SARE dagurinn), þar er hún að ræða það sama, að vera jákvæð og taka 99% jákvætt í lífið, fellur líka að rannsókn sem Sigurlína Davíðs kynnti á Þjóðarspeglinum um áhrif jákvæðni á lífsgæði og velgengni. Mjög áhugavert og skemmtilegt.

Kristín Dýrfjörð, 31.1.2008 kl. 21:56

5 Smámynd: Þorgerður Laufey Diðriksdóttir

þú átt hrós skilið

Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, 1.2.2008 kl. 09:58

6 Smámynd: Rósa Harðardóttir

Takk fyrir Kristín og Þorgerður.  Ég er búin að lesa glærurnar frá Sigríði og senda þær áfram til minna samstarfsmanna.  Þetta á ekki síður við í grunnskóla en leikskóla.  Takk kærlega fyrir.

Rósa Harðardóttir, 1.2.2008 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband