5,6% kaupmáttarrýrnun kennara

Frá því um ársbyrjun 2005 hefur almennur kaupmáttur launafólks aukist  um 8% en verðlag hækkað um 14%. Á sama tíma hafa laun kennara hækkað um 7,5% sem þýðir kaupmáttur launa hefur rýrnað um 5,6%.  Og á sama tíma hefur launavísitala hækkað um 22%.  Þetta segir allt sem segja þarf og veit ég að launanefnd KÍ hefur þetta í huga þegar kröfur kennara verðar settar fram fyrir komandi kjaraviðræður.  Enn og aftur stöndum við í sömu sporum og hef ég það á tilfinningunni að fyrir hver 2 skref sem við förum áfram þá förum við 3 aftur á bak.

Lifið heil

Rósa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið var vonleysið fyrir en það tekur steininn úr að lesa þetta   Ég neita að fara í annað verkfall sem skilar okkur litlu sem engu (eða minna en engu eins og þínar tölur gefa til kynna).  Um þessi mánaðarmót var einmitt einn kennari að hætta í mínum skóla og farinn í önnur verkefni - alls ekki kennslu.  Ekki hefur verið ráðinn kennari fyrir þann sem fór.  Ég kvíði haustinu með sama áframhaldi.  Ég hef heldur ekki mikla trú á samninganefndinni okkar og skil ekki af hverju hún situr enn eftir síðustu (ó)samninga. 

Inga (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 22:19

2 identicon

Þessi samninganefnd hafði ekkert með síðustu samninga að gera. Það er heldur ekki í fyrsta sinn sem svona þankar hafa farið um fólk innan kennarastéttarinnar, skiljanlega. En kjörin eru komin ansi neðarlega og trúlega þurfa grunnskólakennarar að fá í kringum 22-25% hækkun til að jafna kjör við "viðmiðunarstéttir". Þegar ég var að byrja voru það hjúkrunarfræðngar. Það var fyrir löngu.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 22:34

3 Smámynd: Rósa Harðardóttir

Ég ætla að gefa þessari nefnd tækifæri, eins og þú segir Gísli er þetta ný samninganefnd og nú bíðum við bara spennt fram yfir áramót.  En í mínum skóla hefur nú tekist að manna í þær stöður sem ekki tókst að manna í upphafi skólaárs með menntuðu fólki.

Rósa Harðardóttir, 5.12.2007 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband