Sveigjanlegur kraftur Þorbjargar Helgu.
11.9.2007 | 19:35
Þorbjörg Helga formaður leikskólaráðs var ásamt Sigrúnu Elsu VG í viðtali við Svanhildi Hólm á stöð 2 nú í kvöld. Þetta var nú ljóta viðtalið. Svanhildur vissi eiginlega ekki um hvað hún átti að spyrja og vissi ekki hvaða niðurstöður hún vildi fá í lok viðtals. Þorbjörg Helga var til skammar fyrir sig og borgina. Halda sjálfstæðismenn virkilega að með því að fá Glitni og Landsbankann til þess að stofna leikskóla þá minnki vandi borgarinnar í sambandi við mannaráðningar á leikskólum? Já Þorbjörg Helga sagði að einkareknir leikskólar ætti ekki í vandræðum með ráðningar vegna þess að þeir hefðu meiri sveigjanleika heldur en borgin gæti boðið upp á. Er hún svona vitlaust blessunin. Ef einkareknir leikskólar og skólar eiga auðveldara með að ráða starfsfólk er það án efa vegna þess að þeir geta borgað hærri laun. Ef Glitnir ætlar að stofna leikskóla þá ræður hann vonandi hæft fólk sem er núna að vinna á leikskólum borgarinnar og borgina á enn í vanda með mannaráðningu. Eða hvað haldið þið. Eina leiðin til að lokka kennara og leikskólakennara til starfa aftur og að fá þá nýúrskrifuðu til starfa er að borga hærri laun.
Athugasemdir
Já heyr heyr.
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 08:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.