Býflugur og helvíti

Ég er bókaormur og elska að lesa.  Er svo heppin að vera í leshring með núverandi og fyrrverandi vinnufélögum.  Við höfum hist lítið í vetur vegna anna en hittumst í kvöld.  Byrjuðum á því að fara á Santa María, mexíkanskan veitingarstað við Laugarveginn og fá okkur að borða.  Frábær staður, ódýr og maturinn góður.  Fékk mér Mole sósu eins og Hrannar mælti með.  Eftir það fórum við í Mál og Menningu og drukkum kaffi. Og þá hófst spjallið.  Tvær bækur lágu undir í kvöld, Leyndardómur býflugnanna eftir Sue Monk Kidd.  Og síðari bókin var jólagjöfin í ár Himnaríki og helvíti. eftir Jón Kalmann Stefánsson.  Sitt sýndist hverjum og það er svo gaman.  Flestir höfðu gaman að þeirri fyrrnefndu en færri að hinni.  Vorum samt sammála um að hún væri vel skrifuð, algjört konfekt en okkur þykir víst ekki öllum sömu bitarnir góðir.  Á öllum góðum bókmenntakvöldum er upplestur og það var líka hjá okkur.  Skólastjórinn las eftirminnilegan kafla úr Himnaríki sem ég læt fylgja með hér:

        Bros Brynjólfs myrkvast aðeins þegar hann hugsar um Ólafíu.  Hún horfir stundum á hann með þessum stóru augum sínum sem minna á augu í döprum hesti, ..................................................................Brynjólfur er aftur orðinn dapur, heldur áfram ráfi sínu, ranglar um gamla hverfið, dapur yfir lífi sínu, að a hafa ekki lengur ánægju af því að snerta Ólafíu, það er ekki vegna þess að þungu brjóstin hennar hafi misst fyllingu sína, ekki vegna þess að líkami hennar virðist hafa gránað, nei, það er eitthvað allt annað, hann veit bara ekki hvað það er og óvissan er eyðandi afl. Stundum verður hans beinlínis reiður þegar döpur hestaaugun elta hann um litlu íbúðina...................(JKL 2007 bls: 175-176)

Reynum að missa ekki ánægjuna og láta óvissuna taka völdin, það er kúnst.

Þessa bók verður að lesa hægt til þess að finna  og njóta bestu konfektmolanna.

Lifið heil

Rósa

p.s næstu bækur sem lesnar verða eru Kona fer til læknis og Kuðungakrabbarnir. 


Illa lyktandi

Þetta þykir mér heldur loðið allt saman. Ekki þarf að auglýsa því um tímabundna ráðningu er að ræða en upphaflega átti ráðningin að vera út kosningartímabilið.  Föst yfirvinna sem nemur mánaðarlaunum kennara, ásamt nefndarstörfum.  Þetta er reiknað á 860.000. Gaman verður að sjá starfslýsinguna.  Hvaða ábyrgð fylgir þessu starfi, hver eru markmiðið með því, hverju á þetta að skila....... Vitið þið hvað skólastjóri í 600 barna skóla er með í laun og hve mikið hann fær greitt fyrir yfirvinnu?

Lifið heil

Rósa  


mbl.is „Ráðning í samræmi við reglur Reykjavíkurborgar"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dönskukennsla í Stykkishólmi

Þeir í Stykkishólmi tóku vel á móti danska prinsinum með fánum og fínheitum.  Að venju tóku skólabörn þátt í móttökunni.  Öll hersingin fór í grunnskólann þar sem þau gáfu sig á tal við  nemendur.  Nemendur sem höfðu lært dönsku fengu að láta ljós sitt skína og það verður að segjast eins og er að þeir eru með aðrar áherslur en ég í dönskukennslunni.

http://vefmidlar.visir.is/VefTV/?channelID=STOD2&programID=d93d6ddc-f3df-4c27-90e2-28d49738f306&mediaSourceID=3c08d032-c0fe-4994-a2c6-52c95a8c4675&mediaClipID=16d2bc43-feb6-4392-976d-c0f46d22b208

Lifið heil


Hættum að kaupa gamalt brauð á fullu verði!

Íslendingar eru slæmir neytendur.  Við látum bjóða okkur allt og erum treg að mótmæla.  Þetta vita kaupmenn og nýta sér, verða feitir af því.  Tökum brauð sem dæmi.  Gríðarlega mikið er selt af brauði í stórmörkuðum, samlokubrauði í pokum.  Það er lítið hvítt plaststykki sem lokar pokanum og á því stendur síðasti söludagur.  Ef brauðið er nýtt þá er síðasti söludagur eftir fjóra daga.  En oft eru tveggja daga gömul brauð í hillunum og við örkum inn setjum gömul brauð í körfurnar, rúllum þeim að kassanum og borgum fullu verði.  Við borgum sama verð fyrir tveggja og þriggja daga gömul brauð og ný. Þetta nær auðvitað engri átt.  Ég skoða dagsetninguna og ef brauðið er ekki nýtt þá fer það ekki í mína körfu. Tökum höndum saman og byrjum á brauðinu, ekki kaupa gamalt brauð á fullu verði.

Lifið heil

Rósa  


Ég ætla að minnka við mig

Geir er aðalkallinn og við verðum að trúa honum og treysta.  Hans lífsmottó verður okkar eða hvað.  Nú bendir hann okkur á að gott sé að minnka við okkur og draga úr bensíneyðslu.  Hann bendir einnig á að   gott  sé að halda að sér höndum í fjárfestingum.  Já vonandi sýnir hann gott fordæmi og gerir þetta líka, þá á ég ekki við bara heima hjá þeim Ingu Jónu heldur á stóra heimilinu sem við eigum  öll hlut í.  En ég veit ekki hvort að hann gerir sér grein fyrir því að stór hluti af þjóðinni hefur verið að spara í fleiri ár.  Ég man nú bara ekki eftir mér öðruvísi en sísparandi, svo ég held því bara áfram án leiðbeininga frá Geira.

Lifið heil

Rósa ríka 


mbl.is Fólk haldi að sér höndum í fjárfestingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grand Theft Auto

Heyrt hef ég að um eitt þúsund manns hafi gert sér ferð í Elko og BT í Skeifunni aðfaranótt þriðjudags til að festa kaup á tölvuleiknum Grand Theft Auto IV.  Boðið var upp á skemmtun og tilheyrandi. Leikurinn ku hafa fengið hæstu einkunn sem vitað er um og talið er að þetta sé besti leikur sem gerður hefur verið. Þetta þykja mér ekki ekki góðar fréttir. Ég átti spjall við nokkra nemendur mína um daginn, þeir voru að tala um að hittast eftir skóla og spila tölvuleiki. Ég spurði þá hvaða leikur væri nú skemmtilegastur og þeir voru ekki lengi að svara því.  Það var Grand Theft.  Leikur þessi er bannaður innan 18 og drengirnir eru 8 ára.  Þegar ég spurði þá um þetta þá sagði einn kotroskinn "hvað stóri bróðir minn á leikinn, ég fæ að spila hjá honum". Stóri bróðir er 12.  Í sumum tilfellum vissu foreldrana af þessu en ekki í örðum, þeir spiluðu leikinn nefnilega að heiman.  Ég vona því að þessir 1000 leikir hafi verið keyptir af fullorðnum fyrir fullorðna. 

Lifið heil

Rósa rjómaterta


Hvað færðu í laun?

Eins og flestir vita var skrifað undir nýja kjarasamninga kennara nú í vikunni.  Kennarar sitja heima og rýna í samninginn og reikna út hver launahækkunin verður, máta sjálfan sig og aðra.  Þetta reynist oft erfitt og en þeir hjá Austurglugganum hafa útbúið reiknivél sem er auðveld í notkun.  Hún reiknar út nákvæmlega hve hækkunin verður og er byggð á forsendum nýs kjarasamnings.  Gott að reikna nú út launin áður en haldið er af stað í kröfugöngu á morgun.Birt án ábyrgðar en hér er reiknivélin.

Lifið heil

Rósa reikni........ 

 


Of snemmt að fagna

Gott að skrifað var undir án láta en ég held að of snemmt sé að fagna.  Fréttaflutningur frá þessu er á þann veg að búið sé að samþykkja samninga.  Ég á eftir að sjá að kennarar geri það.  Verðbólguspáin er há og hvað erum við þá að fá út úr þessu?  Síðan má ekki gleymi því að stór hluti kennarastéttarinnar er yfir fertugt og hvað er sá hópur að fá? Það er sá hópur sem vegur mest í atkvæðagreiðslu en ekki í launum að þessu sinni, frekar en svo oft áður.  Þótt ég sé rúmlega fertug átti ég eftir að fá eina aldurtengda hækkun nú dettur hún út.  Verið er að jafna laun ungra kennara, eflaust til að halda þeim inni og til að lokka nýja að en hver lætur lokkast af 210.000 króna mánaðarlaunum.  Byrjendur í kennslu fá þau laun og hækka upp í 265.000 á samningstímanum.  Þetta lokkar nú ekki marga, haldið þið það? Þess vegna skulum við ekki fagna og snemma og sjá hvað hvað kennarar segja. Ég hef tekið ákvörðun.

Lifið heil

Rósa, ekki rík í bráð 


mbl.is Laun grunnskólakennara hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrýtið nafn

"Mamma mamma" sagði litli drengurinn þegar hann kom heim úr skólanum. "Það var nýr strákur að byrja í bekknum mínum í dag og hann heitir voða skrýtnu nafni sem ég hef aldrei heyrt áður". Mamman horfir spennt á drenginn og hann klárar "hann heitir Guðmundur"!!!

 Ætli bekkjarlistinn eigi eftir að vera svona í framtíðinni:

Eggrún Bogey, Beinteinn Búri,

Oddfreyja Örbrún, Dufþakur Dreki

Dúfa Snót, Hildiglúmur Bambi

Ljótunn Hlökk, Fengur Fífill

Himinbjörg Hind, Gottsveinn Galdur

Randalín Þrá, Grankell Safír

Baldey Blíða, Kaktus Ylur

Bóthildur Brák, Þorgautur Þyrnir

Loftveig Vísa, Melkólmur Grani

Þúfa Þöll, Ljótur Ljósálfur

Þjóðbjörg Þula, Náttmörður Neisti

Stígheiður Stjarna, Hlöðmundur Hrappur

Skarpheiður Skuld, Hraunar Grani

Kormlöð Þrá, Ráðvarður Otur

Ægileif Hlökk, Reginbaldur Rómeó

Venus Vígdögg, Kópur Kristall

Hugljúf Ísmey, Þangbrandur Þjálfi

Ormheiður Pollý, Sigurlás Skefill

Geirlöð Gytta, Þjóðbjörn Skuggi

Þetta er allt nöfn sem mannanafnanefnd hefur samþykkt nýlega.

Góða helgi

Rósa Randalín


Langt helgarfrí

Við tókum okkur aðeins lengra helgarfrí en venjulega og skelltum okkur í bústað.  Fórum eftir vinnu á fimmtudaginn og komum heim of snemma á sunnudagsmorgni því sonurinn þurfti að spila fótboltaleik. Þetta var hreint frábært frí og veðrið var betra en best.  Sól og hiti og við sólbrennd.  Picture 039Picture 033

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband