Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Fréttir frá Florence

Jæja þá erum við komnar til þessa frábæru borg.  Komum hingað í gær eftir 10 tíma ferðalag í gengum Frankfurt.  Það var vel tekið á móti okkur og vorum við keyrðar heim á hótel.  Hótelið er á besta stað í borginni.  Bara rétt hjá öllu.  En ekkert sérstakt hótel.  Frekar lítið og óvistlegt og enginn er ísskápurinn.  Ekki líkaði öllum morgunverðurinn en hann samanstendur af litum brauðbitum og sultu.  Veðrið hefur verið gott í dag en í gær þegar við komum rigndi mikið og eftir að hafa farið út að borða vorum við frekar kaldar og blautar.  Í dag höfum við skoðað staðhætti og kíkt í eins og tvær búðir.  Erum svo á leið í boð hér upp á sjöttu hæð þar sem allur hópurinn hittist.  Þetta er allt sama fólkið og í nóvember, svona að mestu  en nokkrir nýir hafa slegist í hópinn.  Á morgun á svo að hjóla. En segi ykkur meira frá því seinna og set inn einhverjar myndir.

kv

Rósa


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband