Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007
"Betur settir á leikskóla"
31.7.2007 | 22:31
Þetta var fyrirsögn í Fréttablaðinu í dag og þegar betur er að gáð eru það nýútskrifaðir kennarar eru betur settir launalega á leikskólum en í grunnskólum borgarinnar. Ég skrifaði nú grein um þetta s.l. haust á spjallvef kennara og fékk ekki mikil viðbrögð, nú er þetta orðið fréttnæmt. Í undirfyrirsögn segir enn fremur að Reykjavíkurborga hafi auglýst yfir 50 stöður á sunnudaginn en rétt skal vera rétt og raunin er að um 65 kennara vantar í grunnskóla Reykjavík samkvæmt auglýsingunni því þar sem vantar í 1/2 stöður verður að ráða heilan kennara, því fáir sinna hálfri stöðu hér og hálfri þar þannig að þó staðan sé hálf er kennarinn vonandi heill. Þar fyrir utan vantar fullt af öðru starfsfólki í skólana eins og stuðningsfulltrúum, þroskaþjálfum, skólaliðum og aðstoðarfólki í eldhús. En þeir á Menntasvið eru ekki áhyggjufullir og gera ráð fyrir því að þetta reddist eins og alltaf. Ég man ekki eftir því að í byrjun ágúst hafi ekki verið búið að ráða í 5 stöður í þeim skóla sem ég hef unnið við eins og raunin er nú. Ólafur Loftsson formaður grunnskólakennara hefur á tilfinningunni að fleiri séu að fara úr stéttinni en hefur ekkert annað en tilfinningu fyrir því, hvenær ætlar hann að fá vissu í því máli? Kannski eftir 22. ágúst þegar skólar hafa verið settir og sumir bekkir hafa ekki kennara. Brjánn sá sem skrifar fréttina spyr ekki viðmælendur sína hvað verði gert í haust þegar börnin ykkar mæta í skólana og ekki eru nógu margir starfsmenn í þar? Hvenær ætla foreldrar að láta í sér heyra? Er þeim alveg sama hver það er sem stundar kennslu í skóla barnsins og skiptar það ekki neinu máli. Sama fólk getur svo kvartað yfir vondri lykt í húsum og bílum, of háu ófengisverði, að skattskráin sé sýnileg, að álver rísi hér og þar, að veðrir sé of gott eða vont en ekki um hvort skólastarf sé viðunandi og skólinn sé fullmannaður.
Það getur verið að ég sem er með 250.000 kr. á mánuði sem grunnskólakennari sé betur sett Brjánn minn á leikskólum borgarinnar en þá aðeins launalega. Ég hef menntað mig sem grunnskólakennara og líkar það starf vel, vildi helst halda mannsæmandi launum við það. Ég er örugglega betur sett launalega í öðrum störfum í þjóðfélaginu heldur en þeim sem snúa að uppeldi og menntun barna.
Lifið heil
Rósa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
eff
29.7.2007 | 21:53
Til hamingju með afmælið stóra stelpa. Já frumburðurinn er fullorðinn í dag 29. júlí. Nú er hún orðin 18 og lagði í hann til Englands í morgun. Þar ætlar hún að vera næstu 3 vikur í skóla. Hún flaug til London og þar tók á móti henni hún Merle en hjá henni bjó ég á Jamaica fyrir 20 árum síðan. Hún ætlaði síðan að skutla henni til Brighton þar sem hún mun vonandi dvelja í góðu yfirlæti. Er það var erfitt að kveðja og ekki laust við að tár trítluðu.
Fótboltamótinu lauk í dag og veðurspáin mín rættist ekki fyrr en um hádegið í dag sem betur fer. Sólin hefur skinið en nú rigndi fyrir alla dagana. Mótið var ágætt, ekki besta mót sem ég hef farið á en strákarnir skemmtu sér vel. Þó að liðið okkar sé úr Reykjavík var ákveðið að til þess að fá stemminguna beint í æð mundum við gista í skólastofu nálægt Laugardalnum. Þetta var skemmtilegt og gisti ég með þeim strákum í 2 nætur. Það er skemmst frá því að segja að það var bara gaman. Þetta eru skemmtilegir, góðir, hressir og vel upp aldir drengir sem gaman var að eyða tíma með.
Áfram FYLKIR
Lifið heil Rósa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Benjamín Nökkvi
28.7.2007 | 12:08
Frændi minn Benjamín Nökkvi á afmæli í dag 28. júlí og er fjögurra ára. Það er merkileg ævi sem þessi litli strákur hefur lifað og marga hildina hefur hann háð. Þegar hann var 9 vikna greindist hann með hvítblæði og hefur ævi hans einkennst af spítalavist, aðgerðum, sprautum og öðru tilfallandi. En í dag lítur allt vel út og unir hann sér vel í faðmi yndislegra fjölskyldu þar sem sjaldan er lognmolla. Svo innilega til hamingju með daginn elsku Benjamín.
Hér er hægt að skoða allt um þennan duglega dreng:
http://benjonikla.blog.is/blog/benjonikla/
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Veðurhorfur næstu daga
25.7.2007 | 18:32
Það má búast við rigningu á höfuðborgarsvæðinu fram á sunnudag, þó sérstaklega í Laugardalnum. Ástæðan er sú að ég er að fara á fótboltamót með syni mínum. Þetta er 7. árið í röð sem við förum á fótboltamót með drenginn og ég man bara ekki eftir góðu veðri. Ef ekki er rigning þá er rok, kuldi óveður nema allt sé. Það er þó bót í máli að mótin hafa alltaf verið skemmtileg og verða bara betri með árunum. Þetta mót www.reycup.is verður eflaust það besta. Hvað er skemmtilegra en að fara á íþróttamót þar sem mörg hundruð börn og unglingar eru að gera sitt besta í uppbyggilegu tómstundarstarfi. Þökk sé þeim sem stendur að svona mótum. Mótshaldarar standa sig oftast með prýði en svo má ekki gleyma þeim fjölmörgu foreldrum sem gera þátttöku barnanna mögulega með því að leggja sitt að mörkum í formi farastjórnar, baksturs og annarra viðvika.
Svo bara upp með regnhlífarnar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Trúarbragðafræðsla eða kristniboð
24.7.2007 | 23:24
Í Morgunblaðinu í gær mánudaginn 28.júlí var grein eftir Véstein Valgarðsson sagnfræðing um kristinfræðikennslu í grunnskólum. Mér finnst alltaf skemmtilegt að fylgjast með þessari umræðum sem stóð hæst s.l vetur. Vésteinn telur að í orrahríðinni í vetur hafi fólk ekki verið að mótmæla kristinfræðikennslu heldur trúboði. Hann segir að það sé tvennt ólíkt að boða og útskýra þar er ég sammála en kennarar þurfa að gera sér grein fyrir að það er ekki markmið með kennslunni að nemendur öðlist aukna trú á guð. Við erum svo sannarlega ekki að boða kristna trú heldur fræða. Nemendur eiga að þekkja sögurnar sem margar hafa siðferðilegan boðskap.En nemendur eiga rétt á að kynnast öllum trúarbrögðum jafnvel þannig að þeir eigi betur með að skilja og taka afstöðu.
Ég skal segja ykkur frá minni kristinfræðikennslu. Þegar ég byrjaði að kenna fannst mér kristinfræðikennsla frekar leiðinleg og mætti hún gjarnan afgangi eins og hún gerir enn í dag hjá fjölda kennara. Frægt er orðið á kennarastofunni í mínum skóla spurningin sem einn kennarinn fékk fyrir próf í "Sigga eru báðar blaðsíðurnar til prófs"! En ég skildi ekkert í þessum sögum. Það eina sem ég kunni var það sem séra Guðmundur hafði kennt mér í sunnudagaskólanum. Þegar ég settist svo niður með vinkonum mínum úr kristinfræðivali og þær útskýrðu fyrir mér Biblíuna og sögurnar sem hún segir með hliðsjón af tímatalinu og í sögulegu samhengi þá fékk ég áhuga og fór fyrst að skilja. Eftir það fannst mér gaman að kenna þessi fræði því ég skildi þetta sjálf, hafði áhuga og las mér til. En ég kenni þetta eins og sögur ekki sem heilagan sannleik og jafnhliða kennslu í kristnum fræðum fá nemendur kennslu í öðrum trúarbrögðum og eru það með allra skemmtilegustu tímum sem ég kenndi s.l vetur. Það tók ég fyrir Gyðingdóm og Íslam en ekki neina kristinfræði og voru nemendur áhugasamur og forvitnir. Auðvitað þurfum við að huga að hlutleysi við kennslu eða kynningu á jafn viðkvæmu máli og trúarbrögðum. Og auðvitað þurfum við að gera öllum trúarbrögðum jafn hátt undir höfði. Í ljósi þess að þjóðfélagið er orðin fjölmenningarlegt er þörf á því að endurskoða þessi mál í íslenskum skólum, auka fræðslu til kennara og aðgengi að efni. Við þurfum á fræðslu að halda til að minnka fordóma því þeir eru sprottnir vanþekkingu. Við þurfum að auka víðsýni nemenda með von um að það auki virðingu þeirra fyrir fólki af ólíkum uppruna.
Lifið heil
Rósa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Námsmat - 1. þáttur
19.7.2007 | 17:31
Frá því að ég byrjaði að kenna hef ég haft áhuga á námsmati. Fyrsti skólinn sem ég kenndi í var skóli þar sem skapandi vinna var í hávegum höfð og skólastjórinn sagði mér að próf væru helst ekki lögð fyrir nemendur fyrr en í 7. bekk en það var síðasti bekkur skólans. Þetta fannst mér flott og hentaði mér vel. Ég byrjaði með yngri krakkana og námsmat var í formi umsagna um allt það sem skipti máli í skólagöngu þeirra og í formi reglulegra námsmatsviðtala við forráðamenn. En þetta átti eftir að breytast. Þegar nemendur komu í 4. bekk var farið að lauma prófum inn því það var þægilegt fyrir kennarann, gömul próf til í möppu og annaðhvort gat krakkinn þetta eða ekki. Smátt og smátt var þetta ofan á hjá flestum kennurum í 4.-7.bekk og próf með tilheyrandi stakri tölu urðu vinsæl. Nú þegar sonur minn var að klára 7. bekk í þessum sama skóla var spennandi að sjá vitnisburðinn. Hann fékk hann afhentan við virðulega athöfn á hátíðarsal skólans ásamt rós og kaffiveitingum. Svo kom blaðið upp úr umslaginu. Og viti menn eftir 7 ára skólagöngu fékk barnið vitnisburð í 16 fögum í formi einkunna á skalanum 0-10. Ekki eitt orð um hvernig honum hefði gengið, þakkir fyrir samveruna eða óskir um gæfu í nýjum skóla. Ég varð vitni að samræðum milli drengja úr vinahópnum þegar þeir tóku að bera saman bækur sínar eins og venja er.
A: Heyrðu hvað fékk ég eiginlega í kristinfræði?
B: Já kíkjum á það.
A: Ha það vantar einkunn í kristinfræði.
B: Já manstu ekki við tókum ekkert próf í því.
A: Mér finnst nú að við hefðum getað fengið einkunn þrátt fyrir það.
Mér fannst gaman að heyra að 12 ára drengir hafi sömu skoðun og ég.
En er námsmat sama og prófseinkunn eða liggur eitthvað meira þar að baki? Ég er þeirrar skoðunar að víða sé pottur brotinn í vinnu við námsmat og vil sjá aukna umræðu og framfarir í námsmati í grunnskólum landsins.
Meira næstu daga.
lifið heil
Rósa með prófkvíða
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Að verða fullorðinn
17.7.2007 | 13:29
Fyrir nákvæmlega 18 árum síðan sat ég heima hjá mömmu og prjónaði barnaföt, hlustaði á Savannatríóið og fleiri gömul lög og beið eftir því að mér mundi hlotnast mesta gæfa hverrar manneskju. Ég áttu von á mínu fyrsta barni. Aðra eins hamingju var ekki hægt að hugsa sér. Barnið fæddist stuttu síðar og ekki minnkaði hamingja mín við það. Svo tóku við uppeldisárin og reyndum við eins og flestir foreldrar að gera okkar bestu. Ég held að okkur hafi tekist nokkuð vel. Nú líður að því að frumburðurinn verði 18 ára og því fullorðinn. Að verða fullorðinn er eitthvað sem gerist á löngum tíma, á leiðinni þarf að fara yfir margar ár, sumar óbrúaðar aðrar ekki. Við þetta safnar viðkomandi í reynslupokann og notar þegar þörf er á. Maður vaknar ekki fullorðinn á afmælisdaginn. Þetta reynist frumburðinum mínum ekki svo erfitt ég held þetta sé erfiðara hjá mér. Ég er ekki að ráða við það að barnið mitt sem var litla barnið mitt í 5 ár, varð svo stóra systir eftir það sé að verða fullorðin og geti tekið ákvarðanir án þess að ég taki þátt í valinu. Það er ekki þörf fyrir mig eins og það var áður. Ég er ekki lengur á hliðarlínunni heldur komin vel upp í brekkuna og horfi á úr fjarlægð eða á að gera það en ræð illa við það. Mér hefur alltaf gengið illa að fá ekki að vera með, vil meira að segja helst fá að ráða sama í hverju það er. En nú gengur það ekki þannig að ég verð að taka mér tak og reyna að fullorðnast með barninu. Horfa á úr fjarlægð og vera til staðar þegar "barnið" þarf á mér að halda en muna að það er ekki ég sem ákveð hvenær er þörf á mér.
Ef þið eigið góð ráð í pokahorninu ykkar endilega deilið þeim.
Rósa að reyna að þroskast.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mýs eða rottur?
12.7.2007 | 13:53
Um 18:30 í gær lagðist ég í sófann fyrir framan sjónvarpið og hugðist sjá hvað væri markvert í fréttum. Þegar fréttatími stöðvar 2 var um það bil hálfnaður sagði Sigmundur Ernir frá því að í einu landbúnaðarhéraði í Kína herjaði músarfaraldur. Um það bil 2 milljarðar af músum gengu lausar um ræktunarhéruð bænda og vöktu myndirnar sem með fylgdu ugg hjá mér eins og eflaust mörgum öðrum. En kl. 19 var skipt yfir á RÚV og oftast er maður að heyra sömu fréttar fluttar aftur en af öðrum og með mismunandi áherslum. Hjá þeim voru mýsnar í Kína búnar að hafa umskipti og voru orðnar af rottum. Jafn margar en hvort ætli sé betra að hafa um 2 milljarða af músum í héraðinu eða sama magn af rottum.? Hvernig geta mýs breyst í rottur?
Lifið heil
Rósa rottuhrædda
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á skólinn að vera skemmtilegur?
9.7.2007 | 21:43
Í nýjasta tímariti ADHD samtakanna er viðtal við Jón Gnarr sem mun vera einn frægasti ofvirki einstaklingurinn á Íslandi um þessar mundir. Tímaritið en helgað fullorðnum einstaklingum með ADHD og eru viðtöl og greinar um hvað tekur við þegar einstaklingur með þessa greiningu verður fullorðinn. Í flestum viðtölum við þessa einstaklinga er spurt um skólagöngu þeirra þar sem hún reynist oftar en ekki þrautaganga. Jón Gnarr ræðir um sína skólagöngu sem var í opnum framsæknum Fossvogsskóla. Hann upplifði skólann sem her þar sem kennd voru fög sem hann hafði ekki not fyrir og langaði ekkert til að læra eins og stærðfræði og ljóð. Jón hefði viljað leika leikrit og fá að segja meira frá, hann hefði viljað fá tækifæri til sköpunar en ekki að læra ljóð eftir Tómas. Jón er á móti skólaskyldu og trúir á einstaklingsfrelsið, hann vill hafa skólann þannig að krakkar ráði hvað þau læri. En þótt Jón sé stjórnleysingi og sjái skólann svo langt frá því sem hann er í dag þá er spurning hvort ekki sé hægt að færa skólann nær þessari hugmynd. Að gera skólann þannig að hann sé skemmtilegur. Að nemendur fari í skólann með þá tilfinningu að það séu þeir sem fái eitthvað um það að segja hvað þeir séu að læra. Að einstaklingsmiðaða námið sé að virka. Að það sé nemendalýðræði í skólum. Að skólar bjóði upp á valkerfi sem nær yfir annað en leik. Að nám sé gert að leik og leikur að námi. Ég er viss um að þó Jón Gnarr hafi ekki verið spenntur fyrir Tómasi Guðmundssyni í barnaskóla er ég viss um að hægt sé að kenna Tómas með því að nota aðferðir sem hafi hentað Jóni eins og leikræna tjáningu og sjónvarp. Ég veit að svona er þetta í sumum skólum en of fáum og ég veit að þetta er svona í sumum tímum en of fáum. Það eru nemendur eins og Jón Gnarr sem þrífast illa í "venjulegum" skóla og við erum stöðugt að leita að úrræðum fyrir þá nemendur, hvernig væri að nýta þann auð sem fellst í öllum nemendum og láta þá hafa áhrif á skipulag kennslunnar. En höfum það að markmiði að allir nemendur fari heim að loknum skóladegi með bros á vör því það var skemmtilegt í skólanum, þá verður námið auðveldara.
Lifið heil
Rósa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Menntamálum snúið á hvolf!
8.7.2007 | 18:18
Þegar helgarblöðin komu inn um lúguna á laugardagsmorgni þá var þessi skemmtilega fyrirsögn neðst í hægra horni Fréttablaðsins " Haarder snýr öllum menntamálum á hvolf. Ég hugsaði mér gott til glóðarinnar, kom mér vel fyrir með kaffibollann og hugðist lesa mér til um hvað væri um að vera hjá Dönum en Haarder þessi ku vera menntamálaráðherra þeirra og í blaðinu var viðtal við hann. Ekki kom vel í ljós í þessu viðtali hvernig hann setti allt á hvolf en hann gerði það miklar breytingar á menntamálum þeirra að kennaraforystan setti allt á annan endann. En hverju breytti hann? Þessar breytingar miðast við að auka svigrúm skóla og auka gæði skólastarfsins með því að nýta betur þekkingu kennara. Ekki svo fráleit markmið. En margt getur falist í þessu og erfitt er að skilja hvað það er sem kennaraforystan setti sig upp á móti. Hann vill auka gæði kennslunnar eins og við öll með einstaklingsmiðuðum áherslum. En eitt af því sem er hann hefur komið á eru samræmd próf og fannst mér sú framkvæmd harla merkileg í ljósi þess að mér hefur fundist sú leið hjá Dönum að prófa sem minnst vera spennandi kostur. En sú er ekki raunin í dag þar sem prófað er í 12 fögum árlega með rafrænum hætti. Ekki veit ég hvort hver nemandi taki 12 samræmd próf á ári en geri frekar ráð fyrir að þessu sé skipt niður á árganga en allt er þetta gert með rafrænum hætti og hljóta danskir skólar að vera vel tölvuvæddir því ekki get ég séð þetta virka vel í mínum skóla þar sem eru 230 nem. og 14 tölvur. Í viðtalinu kom ekki margt annað fram sem skýrt gat óánægju danskra kennara en eitt vakti athygli mína og áhuga en það var þessi setning:"Sautján prósent allra þeirra sem ljúka námi í grunnskólum geta ekki lesið nægilega vel til þess að halda áfram í námi, og vinna þannig betur úr hæfileikum sínum." Þetta finnst mér mjög áhugavert og spyr hvernig er þessu háttað hjá okkur og hver eru þessi mörk? Ég er nefnilega þeirrar skoðunar eftir 18 ára kennslu að betur má ef duga skal. Við þurfum að huga betur að lestrarkunnáttu þeirra sem úrskrifast úr grunnskólum í dag. Margir framhaldsskólakennarar kvarta undan lélegri lestrarfærni þeirra sem eru að hefja nám í framhaldsskóla, að þeir séu ekki færir um að lesa þær námsbækur sem lagðar eru fram. Í grunnskóla eru oft gerðar of litlar kröfur um lestarfærni nemenda sem kemur þeim í koll í áframhaldandi námi, lesturinn eru jú grundvallarfærni sem við þurfum að hafa til þess að koma okkur áfram hvaða braut sem við veljum okkur.
Lifið heil
Rósa lestrarhestur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)