Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Jólabókalestur

Jæja þá eru jólin yfirstaðin og nú hefst lesturinn.  Í fyrstu hélt ég að ekki væri neitt bitastætt í jólabókaflóðinu í ár en þegar betur er að gáð þá er þar heilmargt sem hægt er að stytta sér stundir með.  Ég hef lokið við nokkrar,  Brestir í Brooklyn sem mér fannst ákaflega skemmtileg aflestrar, ljúf og góð sem rann vel.  Næsta bók var ekki eins skemmtileg en var samt kláruð og var það nýja bókin frá Dan Brown Hringur Tankados, hún var ekki eins sannfærandi og aðrar bækur efir Brown en spennandi eftir miðja bók og lagði ég hana ekki frá mér fyrr en hún var búin.  Það eru margar bækur á náttborðinu mínu um þessar mundir og þar sem ég er að fara í langt veikindaleyfi geri ég ráð fyrir að hafa tíma til lestrar.  Ein af þeim er bókin Borgarstjórinn í Casterbridge eftir skáldjöfurinn Thomas Hardy og eftir að hafa lesið fyrstu 100 blaðsíðurnar lofar hún hún góðu en  meira um það seinna.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband