Gestabók
Skrifa í Gestabók
Gestir:
Geri alltaf eins og mér er sagt:-)
Heyrðu, tók þig bara á orðinu í gær og ákvað að prófa að opna bloggsíðu. Veit reyndar ekki hvað ég ætla að blaðra um en sem sagt....ég er orðinn bloggari. kv. Anna Þóra
Anna Þóra Jónsdóttir, mán. 11. feb. 2008
Gott hjá þér Rósa
Sæl Rósa, ég kíki alltaf annað slagið á bloggið þitt og gái hvort eitthvað nýtt sé. Alltaf gaman að lesa þá og þú ert líka málefnaleg. Kveðja, Soffía Jóna
Soffía Jóna Bjarnadóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 24. jan. 2008
Hverju orði sannara
Sæl Rósa, pistill þinn yfir lágkúrulega bitlinga nýs borgarstjóra okkur til handa eru hverju orði sannari. Við verðum náttúrulega svo hamingjusöm, öll sem störfum hjá borginni, að geta nú loksins orðið menningarleg, líkamlega vel á okkur komin og glansandi fín eftir sundsprettina að við fjölmennum í húsdýragarðinn og ráfum þar um til að drepa tímann þar saman og mærum borgarstjóra fyrir að gera okkur svona hamingjusöm að vinna hjá borginni! Skítt veri með mannsæmandi laun og viðunandi vinnuaðstöðu! Hvað með það þó maður nái ekki endum saman? Hamingjan felst ekki í peningum er það nokkuð? Og hvað með það þó nemendur grunnskóla fái ekki vinnufrið fyrir börnum með hegðunarvandamál og önnur vandamál? Og hvað með það þó ekki séu til peningar til að kaupa nokkurn skapaðan hlut til skólastarfsins, vegna ónógs fjármagns inn í skólana? Málið er leyst hjá ráðamönnum borgarinnar, þeir eru búnir að gera okkur svo hamingjusöm!!! Kær kveðja, og takk fyrir frábært blogg. Sigurbjörg Alfonsdóttir, grunnskólakennari
Sigurbjörg Alfonsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 7. nóv. 2007