Hvað bull er þetta?
26.6.2009 | 10:35
Ég fagna þeirri umræðu sem á sér stað um þessar mundir vegna inntökuskilyrða í framhaldsskóla. Það er alltaf þörf á því að endurskoða kerfi sem fyrir eru og breyta og bæta ef það þarf. En ekki er rétt að breyta einhverju bara til að breyta, vissan fyrir því að breytingin sé góð þarf að vera til staðar. En nú erum við að fara úr öskunni í eldinn held ég. Í ár voru ekki tekin nein samræmd próf í 10.bekkog skólaeinkunn látin duga til inngöngu í framhaldsskóla. Margir hafa gagnrýnt fyrirkomulag samræmdra prófa til þess og hef ég verið ein af þeim. En það sem notað er í staðinn þarf að vera réttlátt. Skólaeinkunn er góð ef hún er fenginn á sama hátt. Það er mjög mismunandi eftir skólum hvað stendur á bak við skólaeinkunn. Í sumum skólum eru tekin yfirlitspróf þar sem námsefni vetrarins liggur undir en í öðrum skólum eru eingöngu kafla eða lotupróf. Og við ættum að geta verið sammála um að sú einkunn er oftast aðeins hærri. En það sem Háttvirtur menntamálaráðherra segir í Mogganum í dag fær mig til að efast um hæfni hennar í starfið. Þar er talað um væntanleg samræmd könnunarpróf að hausti í 10. bekk. Í nýjum grunnskólalögum segir að þessu próf eigi ekki að sendast framhaldsskólum heldur vera skólum leiðbeinandi tæki til að vinna með um veturinn. En Katrín segir: "Það þarf að taka afstöðu til þess hvort framhaldsskólarnir eigi að fá upplýsingar um þá einkunn,. Og gera hvað? Nota einkunn úr prófum sem fengin er í upphafi skólaárs, rétt eftir að nemandi kemur úr sumarfríi og flokka þau niður í skóla, þannig að þetta síðasta skólaár hafi ekkert að segja? Ég bara spyr.
Lifið heil
Rósa raunamædda
Ráðherra skoðar inntökukerfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.