Komin heim

Já það er gott að vera komin heim því þar er best.  Ferðin var löng, skemmtileg, erfið og lærdómsrík.  Það sem við sjáum alltaf þegar við förum til útlanda í skólaheimsóknir er það hvað við erum að gera góða hluti hér heima, við verðum að vera ánægð með það sem við erum að gera og kunna að meta þann aðbúnað sem við búum við.  Við sáum margar spennandi hluti og margt var það sem kom okkur á óvart.  Í þessum skóla í Portúgal sem við dvöldum sem mest voru nemendur á aldrinum 10 til 15 ára bæði fatlaðir og ófatlaðir.  Á sýningunni í upphafi heimsóknarinnar var búið að koma fyrir lítilli vefmyndavél því einn nemandi skólans var mikið veikur heima, var rúmliggjandi með súrefni.  Hann fékk að fylgjast með þessum merka atburði þ.e að svona margir gestir frá ýmsum löndum væru í heimsókn.  Þetta fannst mér ákaflega fallegt og þarf ekki mikla fyrirhöfn.  Annað sem við tókum eftir sem fékk okkur til að hugsa var efnisnotkun.  Verkgreinarnar voru kenndar saman þ.e. myndlist, textíl og smíði.  Ekki var til neinn peningur til efniskaup og þurftu kennararnir að finna leiðir til þess að endurvinna.  Börnin notuðu ávaxtakassa úr tré sem efni í smíðagripi.  Þetta mundu við ekki bjóða upp á en þarna eru slegnar tvær flugur, búnir til fallegir hlutir og endurvinnsla kennd ásamt þeirri hugsun að bera virðingu fyrir umhverfi sínu og verðmætum. Nú á tímum þrenginga þurfum við að staldra við og skoða verðmæti.

Lifið heil

Rósa glaða


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband