Jón og vinir hans

Í fyrramálið held ég til Portúgals ásamt þeim Hlíf og Jóhönnu Þórunni samstarfskonum mínum.  Við erum að fara á fund í sambandi við Comeníusarverkefni sem við tökum þátt í.  Verkefni ber yfirskriftina Johnny and his seven friends.  Fundurinn verður haldin í Fundao sem er lítil borg í miðju landinu.  Við byrjum á því að fljúga til London og síðan til Lissabon.  Ég ætla mér að senda inn fréttir hér á vefnum ykkur hinum til fróðleiks og upplýsingar.  Segja ykkur hvað við sjáum merkilegt og hvernig gengur. 

Þangað til getið þið lesið um verkefnið á þessum tengli. 

Lifið heil

Rósa rúsína


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Þetta virðist vera mjög spennandi !!  Góða ferð og góða skemmtun ;)

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 16.11.2008 kl. 18:57

2 Smámynd: Anna Þóra Jónsdóttir

Virðist vera mjög áhugavert. Hverjir eru annars þessir 7 vinir Jóa?

Skemmtu þér nú vel í Portúgal...og góða ferð!

Anna Þóra Jónsdóttir, 16.11.2008 kl. 21:44

3 Smámynd: Rósa Harðardóttir

Vinir hans 7 eru einhverjir sem hann hittir á ferðalagi um 7 lönd í Evrópu en það er ekki komið á hreint þar sem leikritið er ekki tilbúið.  Fylgist með frá byrjun.kv

Rósa

Rósa Harðardóttir, 16.11.2008 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband