Gott en ekki nóg
8.7.2008 | 16:20
Það er þörf á því að sporna við offitu barna og unglinga með breyttu matarræði en það er ekki nóg. Við þurfum að hvetja börn og unglinga til að hreyfa sig meira og gera hreyfingu aðgengilegri. Í þeim hraða sem ríkir í þjóðfélaginu þá er oft erfitt að koma hreyfingu barna fyrir. Of mörg börn eyða of miklum tíma fyrir fram tölvur og sjónvarpið. Flest börn fá 2 leikfimitíma á viku yfir vetrartímann og ekkert meira, það er ekki nóg. Nú þegar skóladagurinn er orðin þetta langur þá er það einkennilegt að vægi íþrótta sé ekki meira en þegar ég var að byrja í skóla, 80 mín í leikfimi á viku og 30 mín í sund hálfan veturinn. Margir foreldra "nenna" ekki að koma ungum börnum sínum íþróttir eftir skóla enda ekki nema von ef "vinnutími" barna er frá 8 til 5. Yngri nemendur ættu að hafa kost á því að stunda íþróttir á þessu tímabili. En við verðum líka að halda þeim í íþróttum og þar þurfa íþróttafélögin að vinna markvissara starf, reyna að halda í fleiri en þá sem gætu skilað hagnaði. Síðan er það unga fólkið. Ef við náum árangri með börnin þá skilar þetta sér þegar fram líða stundir. Nú í sumar hef ég farið nokkrum sinnum í sund og ég á bara ekki til orð. Í sundlaugunum er of mikið af ungum stúlkum frá svona 16 til 26 sem eru spikfeitar. Ég sjálf er nú ekkert of grönn en þetta er of mikið af því góða og miklu fleiri en fyrir svona 10 árum.
Lifið heil
Rósa í leikfimi
Reynt að sporna við offitu barna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heyr, heyr..... Þetta er alveg laukrétt hjá þér. Það er góðra gjalda vert að halda ávöxtum og grnmeti í ríkara mæli að börnum en það er engin trygging gegn því að þau borði ekki eitthvað fitandi og óhollt þegar þau fara úr skólanum. Hreyfing - þá meina ég öll heyfing - ekki bara íþróttaleg hreyfing skiptir höfuðmali. Ganga í skólann, ganga/hjóla á æfingar, leika sér úti, vinna í garðinum með foreldrum, ganga með hundinn osfrv. hjálpar til. Íþróttafélögin sum hver einblína, jafnvel hjá yngri iðkendum, á afreksmöguleika og vanrækja þá hinn félagslega þátt.
Ég fer reglulega í sund og hef gert í 40 ár (æfði meira að segja í denn) og ég tek undir með þér Rósa varðandi fjölgun á feitum stúlkum, en það á einnig við um dengi (sá t.d. nokkra 12-14 ára í sundi áðan komnir með brjóst og alles).....svo má vart minnast á þetta....og fólk segir; betra að vera feitur heldur en með anorexíu, ekki að dæma fólk eftir útliti osfrv. Allt góð og gild rök - en ungt fólk sem á við offituvandamál að stríða kallar á fleiri sjúkdómstengd vandamál síðar meir, ef ekki er tekið í taumana í tíma. Líkaminn kallar á kjörþyngd - leyfum honum að ráða.
Hvetjum því til hreyfingar, ýtum undir starfsgleði og atorku, borðum hollt og gott hugsum til framtíðar...og
Anna Þóra Jónsdóttir, 8.7.2008 kl. 20:12
Já ég hef heyrt þetta með að betra sé að vera feitur en með Anorexíu, af tvennu illu en sem betur fer höfum við úr öðru að velja. Og við sem foreldrar berum ábyrgð. En það er munur á því að vera þybbinn eða feitur.
Rósa Harðardóttir, 8.7.2008 kl. 22:41
Það spilar líka inn í að skyndibitafæði og álíka snakkfæði s.s. pizzur er ódýrara, en hollt og gott fæði sem þessi börn og unglingar þurfa að fá. - Því ætti að vera krafa að lækka tolla og vörugjöld af hollum og góðum matvörum og grænmeti, svo allir eigi möguleika á að njóta góðs matar.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 10.7.2008 kl. 23:35
Þetta eru góðar umræður hjá þér Rósa. Þú talar um íþróttaiðkun barna í skólum landsins, þar sem þau fá aðeins 2 tíma í íþóttum á viku og 1 tíma á viku í sundi hálfan veturinn. Samkvæmt lögum er verið að brjóta á börnum landsins því að þau eiga að fá 3 tíma á viku að lágmarki (2 í íþróttum og 1 í sundi allt skólaárið). Fyrir börn sem eru alltaf keyrð í skólann og sótt, gera lítið af því að fara út að leika sér, er þetta langt frá því að vera nægileg hreyfing. Það er manninum eðlislægt að hreyfa sig og við hreyfingu sendir líkaminn ýmis boðefni út sem bætir velllíðan. Þar af leiðandi ættu þau börn sem hreyfa sig reglulega að vera glaðari og einbeiting þeirra verður betri.
Stærstu dánarorsök landsins eru úr hjarta og æðasjúkdómum og kostnaður heilbrigðiskerfisins er mikill í samræmi við það. því skil ég ekki í stjórnarmönnum þessa lands að auka ekki fjármagn í grasrótina þar sem það myndi verða minni kostnaður í heilbrigðiskerfinu. Fólk í góðu ásigkomulagi hefur minni hættu á að fá hjarta og æðasjúkdóma.
Hér á landi er mikið framboð á íþróttagreinum og tækifærin til að stunda íþróttir eru mörg, þar af leiðandi ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi því það sama hentar ekki öllum. Íþróttafélögin geta alltaf gert betur og veit ég það af reynslu að þau reyna að fá sem flesta iðkendur til sín.
Árni Guðmundsson (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 12:05
Ég hef persónulega gert allt sem mér hefur komið í huga til að reyna að benda ráðamönnum þjóðarinnar á þetta vandamál og jafnvel einhverjar lausnir. Þar er talað yfir daufum eyrum. Ég pantaði tíma hjá heilbrigðis-og menntamálaráðherra síðastliði haust og ég hef ekki heyrt hljóð frá þeim. Ekki einu sinni að ég fái tíma að ári.
Þeir hafa engan ahuga á fyrirbyggjandi aðgerðum því miður og þannig hefur það alltaf verið. Skyndilausnir og peningar í eitthvað sem að sína árangur í næstu kosningum er eina sem ráðamenn hugsa um. Þannig er það nú bara.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 12.7.2008 kl. 23:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.