Sóley Sóley
4.7.2008 | 10:32
Jæja þá er ég búin að fara í hina árlegu sumarferð í Sveitabúðina Sóley. Sveitabúðin Sóley er við bæinn Tungu í Gaulverjabæjarhreppi. Í gamla bílskúrnum við íbúðarhúsið er búið að koma upp lítilli búð, að danskri fyrirmynd. Þangað fara vinkonur mínar nokkrum sinnum á ári til að verlsa eitthvað fallegt, nóg er af því. Í gær vorum við 6 sem lögðum í langferð í langferðarbíl. Komum við á Selfossi í voða fallegri búð sem heitir Snúður og Snælda. Upp í bíl aftur og austur til Sóleyjar. Sóley tók á móti okkur á hlaðinu, hafði átt von á okkur. Þegar við vorum búnar með stutta yfirferð kom Björgvin maðurinn hennar með léttar veitingar, það er ekki að spyrja að því. Við versluðum eitthvað smálegt og fengum auðvitað afbragðs þjónustu. Á heimleið er vaninn að stoppa og seðja sárasta hungrið og stefna tekin á Þrastarlund, þar var nú ekkert spennandi í boði fyrir dömur eins og okkur, aðeins kótelettur og sveittir hamborgarar og nú voru góð ráð dýr. Af því að við vorum ekkert svo svangar tókum við smá útúrdúr og fórum að Álftavatni. Þar hafði ein okkar dvalið lengi sem barn og vildi endilega sýna okkur litla húsið hennar ömmu Díu. Þarna langt inn í kjarri fundum við þetta litla gamla hús sem lítið sem ekkert hafði verið breytt síðan fyrir stríð ef ég man rétt. Víð kíktum á gluggana og það mátti heyra upphrópanir eins oh, vá og æði. Rétt hjá var lítil sandvík og þurfti Lilla aðeins að bleyta tærnar eins og hún gerði þegar hún var minni. Nú vorum við svangar og leitin hélt áfram. Ég ætla ekkert að segja ykkur hvar við enduðum því ég mæli ekkert sérstaklega með þeim stað. En ég mæli með ferð í Sveitabúðin Sóley ef þið hafið gaman að fallegum hlutum og skemmtilegu framtaki.
Lifið heil
Athugasemdir
Þetta er sniðugt - vissi nú ekki af þessari búð - þetta er greinilega ekki gamla krambúðin íslenska í Flóanum sem var kennd að mig minnr við mjólkurbú eða eitthvað álíka.
Edda Agnarsdóttir, 5.7.2008 kl. 16:54
Þarf að kíkja á þessa búð. Takk fyrir mig.
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.7.2008 kl. 11:49
Þetta er gaman að heyra. - Hljómar mjög spennandi. Hef ekki heyrt af þessari búð fyrr
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 6.7.2008 kl. 22:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.