Minnihluti í meirihluta

Eins og þið vitið sem lesið hafa bloggið mitt þá hef ég áhuga á menntamálum og les gjarnan fundargerðir Menntaráðs Reykjavíkur.  Nú bíð ég spennt efir því hvað var rætt á fundinum í dag.  En  þá voru fulltrúar minnihlutans í menntaráði Reykjavíkur  í meirihluta á fundi ráðsins.Margrét Sverrisdóttir varaborgarfulltrúi og nefndarmaður í menntaráði vildi kenna slæmum starfsanda í meirihlutanum um þessa slöku mætingu.  Ekki er ég viss um það sé rétt  þótt freistandi sé að trúa því.  En ef svo er þá finnst mér þetta vera óvirðing við málaflokkinn og kjósendur.  Hitt er kannski réttara að nefndarmenn hafi einfaldlega verið í fríum, júlí er enn aðal sumarleyfismánuðurinn. En Það eru jú varanefndarmenn og vonandi hefur ekki gleymst að hringja í þá. En svo er spurning hvort ekki hafi mátt gefa sumarfrí í þessu eins og öðru.  Hvað var rætt veit ég ekki en fundargerðin kemur vonandi næstu daga. Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður menntaráðs, og Marta Guðjónsdóttir mættu á fundinn fyrir meirihlutann.Oddný Sturludóttir, Helga Björg Ragnarsdóttir og Margrét Sverrisdóttir sátu fundinn fyrir minnihlutann.

Lifið heil

Rósa í minni.......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég hef ekki gefið mér tíma í að skoða  þetta en kannski ég ætti að fara fylgjast með?

Edda Agnarsdóttir, 2.7.2008 kl. 23:28

2 Smámynd: Anna Þóra Jónsdóttir

Segi það sama 

Hvað skyldi verða aðalumræðiefnið svona á miðju sumri? Kennaraskortur- (sem er enn þrátt fyrir allar uppsagnirnar) eða bara almennt tjatt? Rósa, þú verður að upplýsa okkur um þetta þegar fundargerðin kemur.

Anna Þóra Jónsdóttir, 3.7.2008 kl. 14:58

3 Smámynd: Rósa Harðardóttir

Fundargerðin komin inn. Samkvæmt henni  var víst bara eitt mál á dagskrá sem ekki mátti bíða. Ráðning skólastjóra Hvassaleitisskóla. Eflaust búið að ákveða hver fengi stöðuna en þurfti að halda fund formsins vegna.

Rósa Harðardóttir, 3.7.2008 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband