Kraftaverkakennarar
23.6.2008 | 10:20
Skólavarðan, málgagn Kennarasambands Íslands kom inn um lúguna hjá mér rétt fyrir helgi. Að venju eru margar góðar greinar í blaðinu og mig langar að vekja athygli á einni þeirra. Þetta er grein með yfirskriftinni - Þetta má ekki verða betra- ekki fyrir þennan pening - og er eftir Gylfa Jón Gylfason yfirsálfræðing á Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar. Í greininni hugsar Gylfi Jón til baka og rifjar upp sína skólagöngu í barnaskóla og ber saman við það sem er að gerast í skólum í dag. Hann talar með virðingu um Siggu sem kenndi honum, um andrúmsloftið, umhverfið og kennsluhættina. Gylfi Jón á oft erindi inn í kennslustofur í dag og segir að þó markmiðin séu þau sömu hefur allt annað breyst. Það er erfiðara að halda uppi aga, það tekur lengri tíma að ávinna sér virðingu, nemendur leyfa sér meira en þeir gerðu hér áður. Margir nemendur upplifa það sem afskiptasemi af hálfu kennara að ætlast til að þeir hlýði og fá stuðning frá foreldrum. Starf kennarans hefur breyst gríðarlega á undanförnum áratugum um leið og breytingar hafa orðið í þjóðfélaginu. Það er erfiðara að vera kennari en áður. Gylfi Jón telur að þær eðlisbreytingar sem orðið hafa á stafi kennarans hafi enn ekki verið nægilega metnar til launa. Margir kennara vinni kraftaverk á of lágum launum. Þetta er góð grein sem ég hvet ykkur til að lesa. Ég vildi gjarnan sjá þessa grein í Mogganum því hún á erindi til allra ekki bara kennara.
Hér má nálgast greinina.
Lifið heil
Rósa
Flokkur: Menntun og skóli | Facebook
Athugasemdir
ætla að lesa greinina í dag! Kem aftur.
Edda Agnarsdóttir, 23.6.2008 kl. 12:28
Las greinina í gær og fannst hún mjög góð. Tek undir með þér að hún eigi erindi í Moggann. Kannski spurning um að láta þá vita
Anna Þóra Jónsdóttir, 23.6.2008 kl. 14:34
já þetta er góð grein og ég ætla að vona að sem flestir á gólfinu lesi hana....sérstakleg þar sem hún kom einmitt heim..í pósti!
Inga María, 24.6.2008 kl. 20:01
Já rétt er það Inga María, það er möguleiki á að fleiri lesi hana en ella því hún kemur heim í pósti. Í mínum skóla eru of mörg blöð ólesin yfir veturinn.
Rósa Harðardóttir, 24.6.2008 kl. 21:15
Sammála góð grein
Samt það eina í blaðinu sem ég er búin að lesa
Hulda Brynjólfsdóttir, 26.6.2008 kl. 22:45
Góð grein Rósa eins og margar greinar í Skólavörðunni. Í morgun bloggaði ég um grein í sama blaði grein IÚ hjá KI Hún fjallaði um eftirlaun kennara. Ég skrifaði um það sem vantaði á greinina.
Kær kveðja Kristín
Kristín Erlingsdóttir, 1.7.2008 kl. 16:44
Edda lestu endilega greinina hún er góða.
Anna Þóra, ég lét Gylfa vita en veit ekki hvort hann gerir neitt í því.
Inga María - já það er meiri von til þess að blaðið sé lesið þegar það er sent í pósti.
Hulda haltu áfram með blaðið.
Kristín - já það eru margar góðar greinar í blaðinu að jafnaði og ég er eftir að lesa þessa en las bloggið þitt.
Rósa Harðardóttir, 2.7.2008 kl. 21:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.