Beðmál við Brekkulæk
12.6.2008 | 22:24
Í gærkvöldi var mér boðið í sérdeilis smart kokteilboð við Brekkulæk. Þangað mættu um 15 konur á háum hælum og boðið var upp á Cosmó og smárétti. Þegar búið var að dreypa á guðaveigunum þá stormaði öll hersingin í Laugarásbíó og þar hittum við vinkonur okkar frá New York, þær Carrie, Miröndu, Sam og Charlottu. Það voru fagnaðarfundi enda langt síðan síðast. Eitthvað hafa þær þroskast á þessum tíma og farnar að hugsa um aðra hluti en áður. Lífið orðið alvarlegra, minna um áhættur og aðalatriðin önnur. Þær voru held ég að nálgast tilgang lífsins og búnar að átta sig á því að lífið snýst ekki bara um föt, kynlíf, kokteila og merkjavörur heldur um....ja sitt sýndist hverri. Hér eru mynd úr boðinu og mynd af nokkrum góðum á dyraþrepunum hjá aðalkonunni.
Athugasemdir
Rósa mín það er Brekkulækur! Takk fyrir síðast, mikið var gaman og gott að fá ykkur í heimsókn. Þetta var fyrsta en alveg örugglega ekki síðasta kokteilboðið sem ég held.
kv Gurrý
gurrý (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 22:58
þið eruð flottastar það er ekki spurning
Þorgerður L Diðriksdóttir (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 00:50
Búin að laga þetta, mér fannst Bugðulækur mýkri en rétt skal vera rétt. Takk fyrir boðið.
Skál
Rósa Harðardóttir, 13.6.2008 kl. 11:27
Vá þetta hefur verið æðislegt
Ég er einmitt að fara á myndina á mánudagskv. með nokkrum vinkonum. Spurning um að fá sér Cosmo til þess að ná upp réttri stemningu
Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 13.6.2008 kl. 22:19
Ekki spurning, Cosmó gerir gæfumuninn.
Rósa Harðardóttir, 13.6.2008 kl. 22:24
Þið eruð flottastar, cosmodömur!
Verst að hafa ekki komist með, þar sem ég var í flugi til Florida.
Kær kveðja úr sólinni!
Elsa Herjolfs
Elsa Herjolfs (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 14:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.