Til hamingju með afmælið Árbæjarskóli
31.5.2008 | 21:18
Árbæjarskóla á afmæli í dag, 40 ára og ber aldurinn vel. Ég fór á opið hús, alltaf gaman að koma í aðra skóla og sjá hvað er verið að gera skemmtilegt. Þar sem þetta er minn gamli skóli var gaman að ganga þarna um virða fyrir sér breytingar á öllu, hitta gamla kennarar og skólafélaga. Í kennslustofunum voru kennarar og nemendur búnir að raða upp verkum vetrarins og í fljótu bragði var það kennslustofa hjá 2. bekk sem vakti hrifningu mína. Enda góðvinkona mín Jóhanna Lára þar við stjórn. Stofan bar vott um virðingu og áhuga fyrir viðfangsefni og nemendum. Læt hér fylgja með nokkrar myndir því til glöggvunar.
Hér stendur Jóhanna, alltaf jafn flott og segir gestum og gangandi frá leyndardómum lífsins.
Flokkur: Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 21:20 | Facebook
Athugasemdir
Tek undir með þér Rósa....það eru nú fáir kennarar jafn huggulegir og hún Jóhanna....svo ég tala nú ekki um smekklegir í alla staði.
Mér finnst alltaf gaman að skoða sýningar í skólum - held reyndar að svona stofusýningar á verkum nemenda séu sjaldséðari en áður. Er það kannski ekki rétt hjá mér? Í gamla daga (nú hljóma ég eins og hundrað ára) voru oft svona vorsýningar þar sem handavinnu og annarri vetrarvinnu nemenda var stillt fram og ég man m.a. eftir miklu fjölmenni á slíkri sýningu í Breiðagerðisskóla fyrir meira en 30 árum - svaka stuð
Anna Þóra Jónsdóttir, 2.6.2008 kl. 20:14
Þessar sýningar eru stundum í tengslum við afmæli, nú er bara að spotta næstu afmæli og mæta. Stundum fær maður góðar hugmyndir.
Rósa Harðardóttir, 2.6.2008 kl. 22:29
Til hamingju!
Ingibjörg Friðriksdóttir, 7.6.2008 kl. 12:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.