Verður sátt um skólastarfið?
21.5.2008 | 18:19
Já þá hafa grunnskólakennarar samþykkt nýgerða kjarasamninga með miklum meirihluta. Þetta kom mér á óvart. Góð kjörsókn var og sögðu tæp 80% já en aðeins um 18 % nei. Ég þekki marga af þeim. Þetta kemur á óvart þar sem stór hluti kennara er á miðjum aldri og sá hópur er að fá minnst út úr þessum samningi. En kennarar eru nægjusamir og hógværir og vilja fyrir alla muni að skólastarf fari ekki úr böndunum og því sögðu þeir já. Nema að nú sé verið að safna kröftum og undirbúa vel þá kjarasamninga sem verða gerðið að ári, ákveðin kænska ef svo er. Á komandi hausti munu því kennarar sem áður unnu hjá Glitni koma hlaupandi, færri komast að en vilja, skólarnir verða fullmannaðir með sælum kennurum á súperlaunum. Til hamingju Ísland!!
Lifð heil
Rósa vongóða
Grunnskólakennarar samþykktu samning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Frábær færsla. Ég varð líka hissa á hvað samningarnir voru samþykktir með yfirgnæfandi meirihluta.
Edda Agnarsdóttir, 22.5.2008 kl. 23:24
Því ég fæddist hér.....
Já ansi mörg já. Er ekki bara verið að fresta óánægjunni um ár? Eða er þetta byrjunin á einhverju ..................... fyrir okkur kennara?
Eysteinn Þór Kristinsson, 24.5.2008 kl. 22:43
Já Rósa ég verð að taka undir með þér að það kom í sjálfu sér svolítið á óvart hversu mikill meirihluti sagði já. En eins og þú segir þá erum við kennarar svo nægjusamir og sífellt virðast vera uppi raddir um að við fáum ekki meira og ekki sé vert að fara í enn eitt verkfallið.
En ég vona svo sannarlega að þetta sé kænskubragð eins og þú segir þannig að næstu samningar verði með þeim hætti að viðunandi sé að samþykkja þá.
Bjarkey (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 16:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.