Hættum að kaupa gamalt brauð á fullu verði!
7.5.2008 | 17:55
Íslendingar eru slæmir neytendur. Við látum bjóða okkur allt og erum treg að mótmæla. Þetta vita kaupmenn og nýta sér, verða feitir af því. Tökum brauð sem dæmi. Gríðarlega mikið er selt af brauði í stórmörkuðum, samlokubrauði í pokum. Það er lítið hvítt plaststykki sem lokar pokanum og á því stendur síðasti söludagur. Ef brauðið er nýtt þá er síðasti söludagur eftir fjóra daga. En oft eru tveggja daga gömul brauð í hillunum og við örkum inn setjum gömul brauð í körfurnar, rúllum þeim að kassanum og borgum fullu verði. Við borgum sama verð fyrir tveggja og þriggja daga gömul brauð og ný. Þetta nær auðvitað engri átt. Ég skoða dagsetninguna og ef brauðið er ekki nýtt þá fer það ekki í mína körfu. Tökum höndum saman og byrjum á brauðinu, ekki kaupa gamalt brauð á fullu verði.
Lifið heil
Rósa
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.