Ég ætla að minnka við mig
5.5.2008 | 22:11
Geir er aðalkallinn og við verðum að trúa honum og treysta. Hans lífsmottó verður okkar eða hvað. Nú bendir hann okkur á að gott sé að minnka við okkur og draga úr bensíneyðslu. Hann bendir einnig á að gott sé að halda að sér höndum í fjárfestingum. Já vonandi sýnir hann gott fordæmi og gerir þetta líka, þá á ég ekki við bara heima hjá þeim Ingu Jónu heldur á stóra heimilinu sem við eigum öll hlut í. En ég veit ekki hvort að hann gerir sér grein fyrir því að stór hluti af þjóðinni hefur verið að spara í fleiri ár. Ég man nú bara ekki eftir mér öðruvísi en sísparandi, svo ég held því bara áfram án leiðbeininga frá Geira.
Lifið heil
Rósa ríka
![]() |
Fólk haldi að sér höndum í fjárfestingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.