Ferming

Jæja þá getur lífið haldið áfram. Nú er komið tímabilið eftir fermingu.  Litli strákurinn orðinn stór, og allir í fjölskyldunni fermdir.  Litla barnið fermdist í gær og haldin var veisla heima hjá Rúnu ömmu með hnallþórum og tilheyrandi. Allir lögðust á eitt við að gera þennan dag eftirminnilegan og það tókst nokkuð vel.  Á hreint frábæra fjölskyldu og vini sem ég stend í þakkarskuld við.  Er enn að úða í mig veisluföngin. Gestirnir glaðir og kátir og mikið var gaman að sjá vini fermingardrengsins, allir nýfermdir í jakkafötum svo kurteisir og flottir.  Glaðastur var samt drengurinn sem stóð sig eins og hetja en er eflaust feginn að allt er yfirstaðir. Takk öll og Moli minn til hamingju með daginn. Flottur

Lifið heil

Rósa þreytta 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Þóra Jónsdóttir

Til lukku með strákinn. Alltaf gott þegar búið er að ferma - tilfinningin eins og lognið á eftir storminum.

Sætur litli Fylkiskarlinn sem er á myndinni.

Anna Þóra Jónsdóttir, 1.4.2008 kl. 11:17

2 Smámynd: Rósa Harðardóttir

Takk fyrir Anna Þóra, gott að vera búin, það er svona spennufall þessa dagana.

Rósa Harðardóttir, 1.4.2008 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband