Undarlegur dómur

Eftir að hafa heyrt frétt um niðurstöðu Héraðsdóms í máli kennarans á Seltjarnarnesi þá vakna ýmsar spurningar.  Ég get engan veginn verið sammála þessu. Að sjálfsögðu átti kennari sem meiðist í starfi að fá greiddar þessar bætur en móðir nemandans á ekki að þurfa greiða þær.  Sama við hvaða aðstæður þetta slys varð þá hefur hún ekki tækifæri til að vera með barni sínu í skólanum, það er á ábyrgð þeirra sem þar starfa.  Ef starfsmaður sveitafélaga slasast í starfi eiga sveitafélög að vera bótaskyld. En svo vekur þetta upp spurningar um aðstæður nemenda í skólum og aðstæður starfsfólks.  Mér finnst þetta mál gefa okkur tilefni til að skoða þau mál vel enn betur en hefur verið gert til þessa.Við erum með skóla án aðgreiningar og  erfiðari mál heldur en oft áður, fleiri nemendur sem glíma við þroskafrávik, geðraskanir og önnur vandamál. Við erum með kennara og annað starfsfólk sem er misvel í stakk búið til að takast á við þessi vandamál og oft spyr maður sig hvað þarf að gerast til þess að eitthvað gerist.  Það þarf að ræða þessi mál, fá þau upp á yfirborðið þannig að við getum tryggt að allir séu öruggir í skólanum, og ef eitthvað gerist sé það á hreinu hver sé bótaskyldur.  

Lifið heil

Rósa


mbl.is Dæmd til að greiða kennara 10 milljónir í bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eru þetta ekki sömu dómararnir sem dæmdu í meinyrðamáli um daginn? Þar sem upplýsingafulltrúi verktaka í Kárahnúkum var dæmdur milljón í miskabætur fyrir ummæli á netinu??

Þá segir ég eins og fyrrverandi ritstjóri sagði: "Þetta er lítt greint fólk sem hefur ekki hundsvit á lögfræði".

Eða er þetta allsherjarsamsæri lögfræðingastéttarinnar í landinu, nú verður hægt að fara í mál út af öllu og hala inn milljónir.Og vertíð er framundan hjá lögfræðingum.

Það verður kannski hægt að ráða fólk í það að skella hurðum, og hafa milljónir úr því. Og Ísland að verða góssenland málaferla, og lögfræðinga????

Sigurður (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband