Áhugaverður útvarpsþáttur

Langaði að vekja athygli ykkar á útvarpsþáttaröð sem hefur göngu sína á morgun laugardaginn 8. mars. Ekki vanþörf á að hefja kennarastarfið til vegs og virðinga.

Útvarpsþáttaröð um kennara og kennarastarfið hefst á Rás 1 klukkan 14:40 á morgun, laugardag. Þættirnir verða sex talsins og eru 40 mínútur hver.

Dagskrárgerðarmenn eru Anna Margrét Sigurðardóttir og Leifur Hauksson.

Elna Katrín Jónsdóttir og Kristín Elfa Guðnadóttir komu hugmyndinni á framfæri og unnu að undirbúningi þáttanna fyrir hönd KÍ, og afmælisnefndar KÍ og KHÍ í tilefni af hundrað ára afmæli Kennaraskólans (síðar Kennaraháskólans).

Þættir þar sem fjallað er um kennarann og kennarastarfið fyrr og nú frá ýmsum hliðum. Hvað dregur fólk að kennarastarfinu? Hvað er skemmtilegt, leiðinlegt, áhugavert, erfitt eða spennandi við þetta starf? Við ræðum líðan kennarans í skólastofunni, hvaða áhrif kennarar geta haft í lífi nemenda sinna, samskipti við foreldra og aðra kennara, kynjaskiptingu í kennarastétt og hlutverk kennarans sem hliðvörður þekkingar og vegvísir til framtíðar.


Síðast, en ekki síst, verður horft fram á veg. Hver er þróunin í umhverfi og starfsháttum kennara? Munu kennarar og nemendur framtíðarinnar hittast í sýndarskólastofum?

 

Góða helgi

Rósa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband